Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 21
HEIMIR.
141
•og gjört hana að ambátt, og liafði hann l)ó fult frelsi til að giftast
aftur. Hin voðalega hegning að staursetjast, var lögð á konu, sem
hafði myrt mann sinn “vegna annars manns”. Þó að undarlegt megi
virðast er morð livergi nefnt á nafn í lögunum nema á þessum eina
stað. Ef maður yfirgefur konu sína, án þess að sjá henni fyrir lífs-
nauðsynjum, má hún “ganga inn í hús annars manns,” og liefir hann
ekkert tilkail til hennar, þó að hann komi aftur- Deilur á heimilun-
um eru jafnaðar af dómara og á hann að sjá um að börn “skaprauni”
ekki móður sinni.
Maður, sem “bendir með fingri sínum” á kvennprest eða konu
annars manns, skal dreginn fyrir dómarann og brennimerktur á
enni.
Maður, sem gjörir sig sekan að sifjaspellum með dóttur sinni,
er rekinn úr landi; ef unnusta sonar lians á hlut að máli, er lionum
drekt, eða hann verður að gjalda sektir, og stúlkunni er frjáist að
rjúfa heitorð sitt; sé sonur sekur að sifjaspellum með móður sinni,
eru bœði brend iifandi: en sé það með annari konu föður síns, er
hann gjörður arflaus.
Ef kona, sem tekið liefir barn í fóstur, og barnið deyr, lætur
annað barn koma í stað þess sem dó, þá er henni hegnt með því
að brjóstin eru skorin af henni.
Mörg ákvæði snerta liegningu fyrir líkamlegar meiðingar af
ýmsu tagi. Þar á meðal eru sex um misþyrmingar á konum, sem hafa
ótímabæra fæðingu í för með sér- Illræðismaðurinn verður ávalt að
grciða sekt, sem er mishá eftir stöðu konu þeirrar sem liann hefir
sýnt tilræðið. Deyi konan er refsingin þyngri, og hér kemur hin
forna refsingarhugmynd “auga fyrir auga” í ljós; því ef konan, sem
deyr er dóttir frjálsborins manns, þá á að taka dóttur þess, sem var
orsök í dauða liennar, af lífi; annars er liin aukna liegning aðeins
auknar sektir.
I flestum gömlum þjóðfélögum voru kvennprestar liafðir í
heiðri og menn óttuðust þær, og lög Hammúrabis sýna að Babýlon
var ekki undantekning í því. Maður, sem móðgaði kvennprest, var
brennimerktur, eins og fram hefir verið tekið. Ennfremur virðast
kvennprestar hafa orðið að lifa eftir mjög ströngum rcglum, líkt og
Yestu meyjarnar í Rómaborg. 1 verzlunarlögunum er stranglega til-
iekið, að ef kvennprestur byrji á vínsölu eða jafnvel gangi inn í