Heimir - 01.03.1914, Síða 11
H E I M I R .
131
skorts á starfandi prestum, og leyfir hún sér að henda í þessu sam-
bandi á Nýja Island.
Nefndin leggur til, að þingið feli stjórnarnefnd kyrkjufélagsins,
að grenslast eftir ástandinu á þessu svœði, og að gera ait sem í
hennar valdi stendur til að greiða fram úr þörfinni.
Nefndin álítur að á fleiri svæðum meðal Yestur-lslendinga séu
möguleikar fyrir hendi tii að útbreiða skoðanir vorar, ef prestsþjón-
ustu ekki vantaði, svo scm í bygðum íslendinga í Saskatchewan,
North Dakota og British Columbia. Nefndin leyfir sér því að leggja
til að kyrkjuþingið gjöri það bráðasta alt sem í þess valdi stendur
til að bæta úr þessum skorti á prestlegri starfsemi.
Ennfremur vill nefndin geta þess að heyrst hefir, að tveir ís-
lenzkir ungir menn hafi í liyggju að byrja nám við únítariskan guð-
fræðisskóla á komandi hausti, og leggur nefndin til að kyrkjufélagift
gjöri það sem í þess valdi stendur til að hvetja þá til framkvæmda
í þessu efni og veita þeim þá aðstoð, sem það kynni að vera megnugt
um, í því skyni að framtíðarstarf þeirra geti orðið hjálp til að
bæta úr þörfum þessa félagsskapar.
Lundar 24. júní, 1914
Vinsamlegast framlagt,
B. B- Olson
A. E. Kristjánsson
P. Bjarnason.
B. B. Olson tók til máls viðvíkjandi nefndarálitinu. Kvað
hann mál þctta að sínu áliti hið þýðingarmesta, sem fyrir þinginu
lægi. Ennfreinur sagði hann að á Gimli hefði fundur verið lialdinn
og fimm fulltrúar verið kosnir til að mæta fyrir hönd safnaðarins á
þinginu, þó enginn væri hér kominn, og hefði fulltrúum þessum
verið falið að leggja fyrir þingið, að Gimli-söfnuður væri í vandræð-
um staddur sökum prestleysis. Hann kvaðst fyrir sitt leyti óska
eftir, að séra Rögnv. Pétursson væri beðinn að bæta úr brýnustu
þörf Gimli-safnaðarins, Nýja íslands og Saskatcliewan, með því að
taka upp Field Agcnts starf að svo miklu leyti sem kringumstæður
hans leyfðu.
Hra- Ólafur Pétursson sagðist álíta að félagið væri að tapa
mjög miklu vegna þess að það hefði engan mann starfandi sem Eield
Agent; og sagðist að öðru leyti vera skoðunum B. B. Olson’s f máli
þessu samdóma.