Heimir - 01.03.1914, Page 15

Heimir - 01.03.1914, Page 15
HEIMIR. 135 Að fundinum afloknum gerði G. Arnason tillögu um að þing- inu væri slitið. Var það stutt af B. B. Olson og samþykt. Eundar- gjörð síðasta fundar var lesin og staðfest. Var þá sunginn sálmurinn nr. 634 og sagði íorseti slðan þing- inu slitið. Eftir þingið var haldið samsæti, sem kvenfélag Mary Hill safn- aðar hafði efnt til. Var þar margt gesta viðstatt auk fulltrúanna. GUÐM. ARNASON, Skrifari Réttindi kvenna samkvæmt lögbók Hammúrabis. (Þýtt) Hammúrabi var konungur í Babýlon hér um bil 2,000 árum fyrir fæðing Krists. Sagnfræðingum ber ekki saman um ártölin, en fyrir þá sem ekki eru sagnfræðingar er ])að lítilsvert atriði í saman- burði við hitt að þessi vitri konungur bjó til lögbók, sem er hin elsta lögbók í heimi, sem menn þekkja. Lögbók þessi var notuð í heild sinni um 1,500 ár eða lengur, og hvorki fall ríkja né stjórnar- byltingar gátu grafið hana í gleymsku. Hún hlýtur því að hafa haft mjög mikil áhrif á lagasmíð fyrri tíma. Menn vita mjög lítið um réttarfar á þeim tímum, en að líkind- um hafa dómstólarnir verið innan musterisveggjanna, og vel getur verið að æðsta dómsvaldið hafi verið í höndum prestanna. Samt eru til sannanir fyrir því að konur skipuðu stundum þrjú embætti: dómara, öldungs og skrifara. Dómararnir voru sérstök stétt, og voru af háum stigum, þó ekki ávalt prestar. Iiefðarfrú ein, Ishtarummu að nafni, er hinn eini kvenn-dómari, sem menn þekkja með nafni. öldungarnir voru fastur vitnaflokkur, og áttu konur stundum sæti í honum. Dað er álitið að aldurstakmark og viss bú- staðar skilyrði hafi verið nauðsynleg fyrir það embætti; konur, sem það skipuðu, voru, ef til vill ekkjur, sem veittu heimilum forstöðu.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.