Heimir - 01.03.1914, Side 31

Heimir - 01.03.1914, Side 31
HEIMIR. 151 læk. Þar er þaö látiö fúna niður; nema ef ílátiö, sem l>að er í er bátur, þá eru lítil mannalíkneski búin til úr tjöru, sett í bátinn og hann látinn berast niður ána eöa dreginn út á sjó. Enginn nema særingarmaðurinn má snerta andalíkeskið eftir aö særingarnar cru afstaðnar. Vanaiega er einhverskonar samband milli andans og sjúkdómsins, þannig að andar sem búa í ioftinu valda höfuðverk og liitasótt, skógarandar fótabólgu o.s. frv. Þegar búið er að ganga frá iíkneskinu, sem veikin á nú að vera komin í, er álitið að sjúk- lingnum sé albatnað. Úr ýmsum áttum. Ameríska tjnitarafélagið ásamt forstöðunefndinni fyrir alþjóða- fundum tJnitara og annara frjálslyndra kristinna manna hafði, áður en stríðið byrjaði, í undirbúningi trúmálafundarliöld í Austur- löndum. Var svo til ætlast að nokkrir fundir yrðu haldnir á þessu ári í Japan, Kína og Indlandi og tilraun gjörð til að koma á sam- vinnu meðal frjálslyndra manna í öllum þessum löndum og lijá Vesturlandaþjóðunum. Stríðsins vegna hefir fundum þessum verið frestað til næsta árs. En búist er við að þeir beri góðan árangur, því meðal mentaðra manna í Austurlöndum eru margir, sem að- liyllast stefnu þá í trúmálum, sem liefir verið ráðandi á alþjóða trúmálafundunum, sem lialdnir liafa verið síðan um aldamótin síðustu, en það er í öllum aðalatriðum únitarisk stefna. Ekki alls fyrir löngu var stofnaður únítariskur félagsskapur á Egyptalandi. Sá heitir Ibrahim Zhaki, sem er forstöðumaður hans, og er liann kennari í aröbskum bókmentum við skóla ensku stjórn- arinnar í Kaíró. Eélagsskapur þessi hefir nú þegar allmarga fylgj- endur og heldur uppi guðsþjónustu gcrðum með sama hætti og tíðkast í trnitarakyrkjum í Ameríku. Safnaðarmeðlimirnir liafa víst flestir, ef ekki allir, verið múhameðstrúarmenn áður. Hinn nafnkendi enski stjórnmálamaður, Joseph Chamberlain, sem dó fyrir nokkrum mánuðum, var einn með frcmstu leikmönnum

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.