Muninn - 01.03.1978, Side 2
lefóari.
Ágætu nemendur.
Loks birtist Muninn ykkur eftir langa bið. Þrátt fyrir
allar hrakspár tókst að þrykkja honum út áður en skóli var úti,
og hvað sem um annað má segja, líktum við ekki eftir Gambra í
þvi efni. Hinu er þó ekki að leyna, að eins dauði er annars
brauð, og við höfum fengið að njóta góðs af vetrarhvíld Gambra.
Ef til vill finnst mörgum það ekki sæma Munin að hafa svo
mikið léttmeti á síðum sinum sem raun ber nú vitni. En þess ber
þó að gæta, að okkur finnst Muninn eiga að vera málgagn nemenda
og þeir virðast ekki hafa sérlega mikið fram að færa um landsins
gagn og nauðsynjar. En þetta er vandamál sem öll skólablöð eiga
við að stríða. Hafa mörg þeirra gripið til annarlegra úrræða,
s.s. hugleiðinga um popphljómsveitir, skáldverka ýmist dauðra
eða lifandi rithöfunda og fleira þess háttar. En þá er hætta
á að blöðin verði tilgangslaus með öllu, nemendum finnist þau
ekki eiga heima í skólunum, og glati þar með allri virðingu
fyrir þeim. Fyrir þannig blað væri dauðinn bestur.
Það er von okkar að Muninn leiðist aldrei út á þessar braut-
ír, heldur spegli hugsunarhátt hins almenna nemanda á hverjum
tíma. Við hvetjum því þá sem kynnu að lifa af prófin til að
nota Munin hér eftir á hinn eina rétta hátt, þ.e. til tjáningar
og skoðanaskipta. Þá verða ekki lengur aðeins orðin tóm að
kalla hann málgagn nemenda.
Erlingur Sigtryggsson.
Ritstjórn.
Hálfdán Örnólfsson.
Elín G. Guðmundsdóttir.
Ingólfur Klausen.
HÓlmkell Hreinsson.
Anna Elísabet ólafsdóttir.
Þorsteinn Gunnarsson.
Ritstjóri: Erlingur Sigtryggsson.
Ábyrgöarmaður: Hálfdán Örnólfsson.
2