Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 33

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 33
Viðtal. (frh). Hins vecjar vann ég i 20 mánuði við að framleióa myndina. En svo ég reyni að svara þessari spurningu, þá eru þetta eigin- lega svo ólíkir hlutir að það er ekki hægt aðlíkjaþeim saman en persónulega hef ég meira gaman af kvikmyndum og áhugi minn hneigist allur í þá átt. Blsn: Heldurðu að íslensk kvikmyndagerð eigi framtíð fyrir sér, eins og málum er nú háttað? HT: Hún er búin að eiga framtíð fyrir sér í mörg ár, en ég held að ástæðurnar fyrir því að ekkert hefur enn gerst í þessum málum séu aðallega þær, að menn eru að bíða eftir styrkjum. Þeir þora ekki að gera neitt, því þeir eru svo hræddir við fjárhagslega hlið þessara mála. Ég held hins vegar að ef menn hafa áhuga á einhverju málefni, fórni þeir öllu fyrir það, og sjálfur hef ég oft gert þetta, t.d. þegar ég hef verið að vinna að plötuútgáfu og þvílíku. Blsn: En eru til nógu menntaðir menn á þessu sviði hér á landi? HT: Alltof margir, en þeir eru allir að biða eftir styrkjum, þeir eru allir á þessu plani sem ég nefndi hér á undan og þess vegna verður ekki neitt úr neinu á þessu sviði. Blsn: NÚ fer að styttast í þessu hjá okkur og þá er bara eftir þessi sígilda lokaspurning: flvert er ferðinni heitið? HT: Ég ætla að halda áfram að skrifa leikrit sem enginn vill sýna og halda áfram að lýsa fólkinu kringum mig í verkum mínum. Svo þarf ég að setja upp eitt leikrit i viðbót til að geta lifað sumarið af. NÚ var klukkan langt gengin 7, svo við blaðasnáparnir þökk- uðum Herði kærlega fyrir, og gengum heimleiðis upp mennta- veginn til að neyta hinna dýrðlegu mötuneytisrétta. Gordíon (frh). I HH. Aðalvígstöðvar hans höfðu verið erlendis og þar kvað hann hafa ritað fjölda greina um þessi mál og var hann mjög mikils- metinn í sinni stétt. Á nokkrum síðustu árunum hafði hann feng- ist við einmitt þetta samfélag og fannst mönnum því að við þó nokkru væri að búast. En nú var skipið sem sagt lagst að bryggju. Daglaukur feilaði á landgöngubrúna og drukknaði. Bjarnþór frá Grafarbakka. 33

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.