Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 22

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 22
OTÍMABÆR VORFIÐRINGUR 'A GOU ARIÐ 1978. Með hækkandi sólu tekur líf að færast í mannfólkið. sífellt fleiri láta eftir sér þann munað að brosa út i annað. Allt tal um gengisfellinguog gjaldeyrisbrask verður mönnum leiðitöm þula. Syfjaóur veruleikinn drukknar í hugrenningum um vorið góða grænt og hlýtt. Nemendur koma upp um ólestur sinn og áhugaleysi með glápi út um glugga. Spurningum kennaranna er svarað með tómu skensi og útúrsnúningum. í leikfimitímum dunda flestir sér við að skafa skít undan nöglum tánna eða bora í nefið á næsta manni. Kæruleysi er farið að gera vart við sig meðal ráðvöndustu nemenda og jafnvel ein- staka kennari leyfir sér að segja eitthvað fallegt. "Svona er lif- ið" sagði einhver spakur maður forðum og ég veit ekki nema það sé rétt. Annars mun einhver pestarskömm vera farin að læsa klónum í setuþreytta búka nemenda og einstaka góðviljaða kennara. íbúar heimavistarinnar standa snópandi i einfaldri röð hvern matmálstima með diskana útrétta. Engin pest né plága virðist geta lamað matar- lyst þeirra. En bráðum verða öll misdægur á braut og Polluri'rin fær- sinn eðlilega litarhátt á ný. Dagar liða og allt i einu þagnar hið vinarlega brak i gólfum gamla skólahússins. Þá eru komnir páskar. Daglangt ómar fyrir eyrum blessað guðsorðið og kirkjukórar hvaðanæva af landinu svifa á vængjum söngsins gegnum hug og hjörtu landsmanna. Með gróðaglampa i augum og til að sýnast ekki öðruvisi en hinir, ganga börnin prúðbúin upp að altari og láta fermast. Það er með ólikindum hversu vel hefur tekist að gera helstu hátiðir og tyllidaga ársins drepleiðinlega. Hinn eilifi þrihyrn- ingur sem samanstendur af góðlega guðsmanninum, konunni úr Vestur- bænum og kvenfélagsformanninum hefur fyrir löngu siðan sagt skilið við allt sem nefna mætti umburðarlyndi og rökrétta hugsun. Þessi nátttröll sem dagað hafa uppi á þessari öld upplýsingar og fram- fara virðast hafa öll völd i hendi sér. En nóg um það i bili. Mitt i óðaverðbólgunni og öðrum þjóðlegum glundroða dafnar menningarblómstrið. Við skulum lifa og njóta góðra lista enn um stund. Sá dagur kemur er við verðum að axla að fullu skuldabagga þann sem rikjandi kynslóð er nú i óða önn að hlaða handa okkur. Þegar þar að kemur þörfnumst við alls þess frumleika og framtaks- semi sem i okkur býr til að leysa þjóð vora úr viðjum. Berjum okk- ur á brjóst og sjúgum upp i nefið. Frh. bls. 34. 22

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.