Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 39

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 39
Fll’l GÆMBRA Öllum er ljóst að enginn kom Gambrinn út í vetur, því miður. Við sem erum ábyrgir aðilar blaðsins viljum þvi gera hér örstutta grein fyrir því hvers vegna svo slysalega vildi til. í upphafi viljum við benda á atriði sem virðist hafa verið að bindast sem hefð i félagslífinu. Þegar Skólafélagið Huginn leitar að nýjum kröftum til starfa jafnt í stjórn Hugins sem ann- arra félaga, rær hún fyrst á mið Gambra enda er þar jafnan aflavon. Þannig voru þeir JÓn Steindór Valdimarsson og Óðinn Jónsson veiddir í net í Gambrakútnum og í haust náðist til þeirra þriggja sem eftir voru. Við stofnun Kvikmyndaklúbbsins óg Bókmenntafélagsi.ns tóku sæti í stjórnum þeirra Friðjón Axfjörð, Skúli Skúlason og Arnar Björnsson. Síðar fór Arnar úr stjórn bókmenntafélagsins og tók við formennsku Hugins. Við þetta bættist síðan starfsemi tveggja okkar í 1. des. dagskránni sem varð ansi tímafrek. Á seinni önn bættist enn við starfsemina þegar tveir Gambramenn tóku sæti í framkvæmdanefnd Listaviku. Vissulega hefðum við getað gefið blaðið út og í raun og veru voru til drög að blaðinu. En þar sem Gambri hefur ætíð verið gott blað, fannst okkur það synd að vinna blaðið sem hliðarverk- efni. Hann á betra skilið. Slíka niðurlægingu gátum við ekki sýnt honum. Þess vegna hefur það verið ákveðið að gefa honum hvíld í vetur og leyfa honum að safna kröftum fyrir næsta vetur. Gambri er nauðsynlegur áhrifaaðili í félagslífi skólans. Allt frá því að Gambri hóf göngu sína hefur Muninn reynt að feta í fótspor hans og reynt að tileinka sér ýmsar nýjungar sem Gambri fyrstur blaða hér við skólann bryddaði upp á. Meira að segja gengur það svo langt að svokallað Laufblað hefur einnig apað ýmislegt eftir Gambra (en það er önnur saga). Það sem fyrst og fremst skorti hjá Gambra í vetur var dug- legt fólk sem reiðubúið var að helga sig óskipt að blaðinu, og það er okkar sök að það fólk var ekki útvegað. Við óskum þess heitt að slík óhæfa komi ekki fyrir aftur. Og þeir sem ala í brjósti sér von um frekari metorð í skólalífi M.A., ættu að byrja á réttum stað. Ganbri er sá stökkpallur sem síst brotnar eða bregst. Friðjón Axfjörð Árnason. Skúli Skúlason. Arnar Björnsson. 39

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.