Muninn - 01.03.1978, Page 36
Valgreinar (frh.).
í þeim, hver á sínu sviði, en konrektor verði falið að kynna
valgreinar fyrir nemendum og líta eftir vali nemenda og námi
þeirra og sjá um að slíkt verði skráð í gögnum skólans.
VI) Nemendur sem sitja í stjórn skólafélagsins geta sótt um það
til skólastjórnar að fá að sleppa einni valgrein. Tekið
skal fram að þessi undanþága er aðeins bundin starfi formanns,
ritara og gjaldkera ásamt embætti forseta Hagsmunaráðs og
ritstjóra Munins.
vii) Valgreinakerfið mun ekki ná til allra nemenda skólans strax,
heldur byrja með 4. bekk 1978-'79.
Ingólfur Kristjánsson,
forseti Hagsmunaráðs.
Alþýðubandalagið (frh).
--) Tvennar kosningar eru í vor og Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk-
urinn sjá sér leik á borði að veiða rjómann ofan af mótmælaöldu
verkalýðs gegn kjaraskerðingunni og nýta sér til atkvæðaveiða í
kosningunum. Von þeirra er að ríkisstjórnin liðist í sundur og þá
muni renna upp nýtt vinstri stjórnar tímaskeið, sem færir þessum
fölsku alþýðuforingjum nýja bitlinga og stöður i ríkiskerfinu.
Við sjáum þvi að með réttu má kalla Alþýðubandalagið hættuleg-
asta afturhaldsflokk á íslandi. Það er eini flokkurinn sem getur
nýtt sér óánægju verkalýðs til að styrkja íslenska auðvaldskerfið
og auka kúgunina á verkalýðnum. Þess vegna er það svona öflugt.
Af þessum ástæðum ber öllum heiðarlegum sósíalistum að snúa
baki við Alþýðubandalaginu og hefja baráttu gegn þvi. Einu póli-
tísku samtökin sem stöðugt og staðfastlega hafa háð þessa baráttu
eru Einingarsamtök kommúnista (marx-leninistar). Mikilvægasta verk-
efnið í baráttunni við Alþýðubandalagið er að styrkja þessi samtök
og gera þeim mögulegt að stofna raunverulegan kommúnistaflokk, sem
á grundvelli stéttabaráttu vinnur að þvi að mynda samfylkingu verka-
lýðs og annarrar alþýðu, þ.á.in. skólanema gegn auðvaldinu.
Árni Daníel Júlíusson.
36