Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 29

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 29
BRIDGE. Bridgelíf í skólanum hefur verið frekar rólegt i vetur. ÞÓ ' hafa nokkur pör spilaö töluvert mikið og æft fyrir landsmót mennta- skóla í bridge, sem var síðan spilað hér í skóla helgina 31/3-2/4. Þessi pör spiluðu m.a. í Akureyrarmótinu í bridge og varð sveit M.A. þar í 5. sæti. í þeim tvímenningum sem spilaðir hafa verið innan skólans, sigruðu þeir Ásgeir og Hermann í fyrra skiptið, en Óttar og Frið- jón í þeim síðari. Aðalkeppni vetrarins er samt landsmótið, sem eins og áður sagði, var haldið hér í byrjun apríl. Til leiks mættu 9 sveitir, sem var heldur færra en búist var við. Þær sveitir sem tóku þátt í mótinu voru frá eftirtöldum skólum: 2 frá M.A, 2 frá M.L, og síðan 1 frá M.H., M.R., M.K., Flensborg og Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Spilað var í tveim riðlum og komust 2 efstu sveitir úr hvorum riðli í úrslit. Það er skemmst frá því að segja að 2 efstu sveitir í a-riðli urðu A-sveit M.A. með 68 stig og B- sveit M.L. með 64 stig. 1 b-riðli varð B-sveit M.A. efst með 55 stig og A-sveit M.L. önnur með 34 stig. Þar með voru báðar M.A. og M.L. sveitirnar komnar í úrslitakeppnina. M.A.a hafði gert jafntefli við M.L.b í riðlakeppninni og gilti sá leikur í úrslit- unum og sömuleiðis leikur M.A.b - M.L.a sem lauk með sigri M.A.b 15-5. í fyrri umferð úrslitanna fóru leikar þannig að M.A.a vann M.L.a 13-7, og M.A.b vann M.L.b 17-3. í síðustu umferð spilaði svo M.A.a við M.A.b og var það úrslitaleikur mótsins. A-sveitin þurfti að vinna leikinn 15-5 til þess að vinna mótið. í fyrri hálfleik gekk B-sveitinni vel og var hún 20 impum yfir í hálfleik, svo að allt benti til þess að B-sveitin ynni mótið. í seinni hálfleik snerist dæmið þó alveg við, og er skemmst frá því að segja að A- sveitin burstaði andstæðingana í seinni hálfleik, vann leikinn 17-3 og þar með mótið. Lokaröðin varð því sem hér segir: 1. M.A.a. 2. M.A.b. 3. M.L.a. 4. M.L.b. Sigursveitina skipa þeir Ásgeir Stefánsson, Hermann Tómasson, JÓn Ingi Björnsson og Kristján Lilliendahl. Næst á dagskrá Bridgefélagsins er tvímenningur þar sem spilaö verður um skólameistaratitilinn, og er það von okkar að sem flestir mæti til leiks. Að lokum skulum við skoða eitt af þeim spilum sem innsigluðu sigur A-sveitarinnar. Frh. bls. 35. 29

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.