Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 14

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 14
IalST&VIKA. 1 eftirfarandi pistli er ætlunin að gera grein fyrir aðdrag- anda, tilgangi og þeim lærdómi sem draga má af Listaviku M.A. 1978. Hugmyndin að þessari listaviku varð til i tið fyrrverandi stjórnar Hugins undir formennsku Óðins JÓnssonar. Síðastliðið haust var skipað í framkvæmdanefnd þar sem áttu sæti eftirtaldir menn: Einar Hjörleifsson frá TÓMA, Friðjón Axfjörð frá Kvikmyndaklúbbnum, Hermann Arason frá L.M.A., Skúli Skúlason frá BÓkmenntafélaginu og Sveinn Ólafsson frá FÁLMA. Seinna bættist i þennan hóp Ingólfur Hreiðarsson frá Kvikmynda- klúbbnum. Framkvæmdanefndin byrjaði strax undirbúning sem fólst aðallega í að ákveða og tímasetja dagskrárliði. Síðan tóku hin einstöku félög að skipuleggja þá nánar. Ætla má að allur febrúar- mánuður hafi farið í þessi störf. Efnt var til samkeppni i tilefni af Listaviku. Nemendur tóku samkejppnina litt alvarlega og bárust aðeins fá verk. Verðlaun fvrir hvern lið samkeppninnar, sem var i fimm liðum, voru 10.000 kr. Þorvaldur Þorsteinsson fékk verðlaun fyrir afbragðs gott merki, sem var notað á auglýsingaspjöld fyrir Listaviku, Hafþór Helgason fékk verðlaun fyrir tónverk og Sigmundur Rúnarsson fyrir ljóð. Engin verðlaun voru veitt fyrir smásögu, þvi aðeins tvær sögur bárust, og það allt of seint. Fyrirhuguð 1 jósmyndasýning fél.l niður vegna lítillar þátttöku. Það kom i ljós á Listaviku að í þessum skóla er mikið af hæfi- leikafólki, sem hefði ekki fengið að njóta sín á öðrum vettvangi innan skólans. Það er enginn vafi á því að Listavika stóð fyrir sinu og sýndi að hún er fyllilega nauðsynleg til eflingar félags- lifsins i skólanum. Við vonum þvi að þessi listavika verði árleg- ur viðburður i þessum skóla. Jafnvel þó að Listavika hafi heppnast vel i alla staði, komu þó upp ýmsir erfiðleikar i sambandi við framkvæmdina, þar sem var um algjöra frumraun að ræða. Erfiðleikarnir fólust aðallega í því að undirbúningurinn hlóðst á of fáar herðar. Til dæmis voru ýmsar verklegar framkvæmdir svo sem húsgagnaflutningar og auglýsinga- starfsemi oft unnar á siðustu stundu og þurfti þá oft að reiða sig á hjálp sjálfboðaliða. Til að koma í veg fyrir þetta hefði átt að ■;kipa sérstaka hópa í þessi störf. Um dagskrána er það að segja að hún var heldur ströng, og hefði jafnvel mátt dreifa henni á 14

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.