Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 26

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 26
VieiAL VID Það var hér á dögunum þegar æfingar á Hlaup- vídd sex stóðu sem hæst, að við blaðamenn Mun- ins tókum okkur til og skunduðum niður i leik- hús og höfðum tal af leikstjóranum, þ.e.a.s. Herði Torfasyni, og fer það spjall hér á eftir. Bisn. - blaðasnápur. HT. - Hörður. Blsn: Það væri e.t.v. ekki galið ef þú vildir byrja á að segja okkur hvað þér finnst um efnið sem "Hlaupvíddin fjallar um, þ.e. ástandsárin. HT: ÞÓ svo að þetta leikrit gerist fyrir tæpum 40 árum, þá finnst mér það eiga alveg ótrúlega hliðstæðu í nútímanum, því þetta fjallar um utangarðsmenn i þjóðfélaginu, þ.e.a.s. þessar ástandsstelpur, og utangarðsmenn eru alltaf fyrir hendi í hverju þjóðfélagi. Það er nefnilega oft hægt að skoða nútímann betur með þvi að athuga fortíðina, heldur en að athuga málin eins og þau eru hér og nú. Ég stíla uppsetningu mína á þessu verki mikið upp á að draga fram lífshætti utangarðsmanna, og ég geri það af töluverðri reynslu, því sjálfur er ég einn af þessum utangarðsmönnum og raunar kýs ég ekkert fremur. Blsn: Hefuröu einhvern tima áður unnið með svona skólaleikfélagi? HT: Nei, aldrei með skólaleikfélagi, en hins vegar hef ég unnið ákaflega mikið með áhugamönnum og byrjendum eins og L.M.A. samanstendur af, svo þaö er ekkert nýmeti fyrir mig, og raunar held ég að það sé sá besti skóli sem leikstjóri getur fengið, að drífa upp sýningu með svona fólki sem kann ekki neitt í greininni. Ég tala nú ekki um að drífa hana upp á 3 vikum eins og við höfum gert hérna núna, það er ákaflega góð reynsla fyrir mig og raunar krakkana lika. Blsn: Hvernig heldur þú að L.M.A. standi að vigi miðað við önnur áhugamannaleikfélög? 26

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.