Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 19

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 19
Leikurinn hófst stundvíslega kl. 2 og byrjaði með þungri sókn af hálfu norðanmanna. Það breyttist þó fljótlega, og smám saman náðu andstæðingarnir öllum tökum á leiknum. Eftir skamma stund var dæmd aukaspyrna á okkur. Leikmaður, ónafngreindur, þrumaði knettinum í höfuð eins samherja síns og okkur til hrellingar stefndi knötturinn í hægra hornið efst. Psí.. hann small í hlið- arnetinu, en dómarinn flautaði á rangstöðu og létti okkur þá stórum. Ármúlaskólinn hélt uppteknum hætti og sótti fast, en án mark- tækifæra, um það sáu þeir Árni og Stjáni sem stóðu sig af stakri prýði í vörninni. LÍða tók á fyrri hálfleik, örfáar sóknir okkar runnu allar langt út í sandinn, enda auðn mikil í nágrenni vallar- ins. En svo rann stóra stundin upp. Árni tók aukaspyrnu á miðju vallarins, sendi glæsilegan, háan bolta inn í, en Husvíkingurinn Ingólfur Freysson skallaði knöttinn hið bráðasta frá markinu. En ekki voru öll kurl enn komin til grafar. Hinr. harðskeytti og fífldjarfi tengiliður ÍMA, Helgi Indriðason, lyfti sér hæð sína frá jörðu og sendi glæsilega kollspyrnu til drykkjufélaga síns, Sigurjóns Magnússonar, sem sýndi eins og hans er vani, skagfirska snilldartakta, afgreiddi boltann af mergjuðu sjálfstrausti og með fagurfræðilegri bolvindu og vitanlega fótsveiflu, í átt að net- möskvum andstæðinganna. Áhorfendur misstu hjörtu sín langt nið- ur í buxnaskálmar en þau tóku fljótlega fjörkipp á réttan stað þegar blaðran þandi trollið neðst í horninu fjær. Hvað við fögn- uðum. Siggi lét sig falla þyngdarlaust á móður Jörð, spratt upp aftur samstundis og tók á rás. Fylgir það sögunni að sjálfur hafi hann hleypt 3 lausum púðurskotum með óæðri endanum sér til heiðurs, rauk þá allur kvíði út í veður og leystan vind Sigurjóns. Við það reiddist dómarinn og flautaði eigi löngu síðar til hálf- leiks. íhálfleik var stálinu að sjálfsögðu stappað í menn og hver og einn sór þess dýran eið að sigra, ellegar éta yfir sig af fölskum héra. Eftir léttan jenkadans og þar að lútandi söng, héldu leik- menn þrungnir ungmennafélagsanda og bindindishugsjónum inn á leikvanginn. Við áttum undan goiu ao sæKju, eii eixgu ao sióur var róðurinn þungur. Barátta og aftur barátta sat í fyrirrúmi. Leikurinn var hálf symmetriskur um hálfleik, allt sótti í sama horfið, andstæðingarnir sóttu, við vörðumst. Var þó mál manna að dómarinn hefði sleppt allgreinilegri vítaspyrnu, er spjalda- Erni Ragnarssyni var gróflega hrint í opnu færi innan vitateigs. En leikurinn hélt áfram, timinn leið hægt og bitandi, alla vega hægt. 19

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.