Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 15

Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 15
Kirkjuritið. Siðaskoðun nútimans. 199 verið meira eða minna brotnar. Og það eru vegsum- merki þeirra, sem vér nú höfum fyrir augunum. II. Ég er ekki gamall maður, en ég man þó tímann fyrir stríð. Og ég skal játa, að ég hygg, að flestar ræt- ur sálarlífs míns liggi út í þann jarðveg. Ég á því ekki fyrst og fremst við lifsskoðaúir mínar né jafnaldra minna — hvað þá þeirra, sem eldri eru — þegar ég nú ætla að fara að reyna að lýsa i höfuðdráttunum siða- skoðu'n nútímans, eins og hún kemur mér, og ég hygg æðimörgum af oss, fyrir sjónir, sem þykjumst horfa á hana hlutlaust frá vorum eigin bæjardyrum — horfa á hana eins og ána, sem vér fylgjumst daglega með. Ég á við æskuna, sem er fædd og uppalin í liinum nýja heimi verklegra framfara, og á þeim rústum heimsstyrj- aldarinnar, sem ég hefi verið að lýsa hér að framan. Kröfurnar um sjálfstæði og hreinskilni verður víst að telja einhvern skýrasta dráttinn á myndinni af siðskoð- un æskunar. Nútíminn fer mörgum og hörðum orðum uin hræsnina i hvaða mynd sem er. Hann fordæmir hræsnina jafnt í trú og hreytni — i hversdagslif- inu og á opinberum vettvangi. Hann segist heimta, að menn komi æfinlega og alstaðar til dyranna eins og þeir séu klæddir — hið náttúrlega eðli eigi að fá að njóta sín— það sé heilbrigðast og bezt. Hver hefir t. d. ekki heyrt hrókaræður eða séð eldheitar ritsmíðar æskumanna um allan þann yfirdrepsskap og alla þá hræsni, sem áð- ur á að liafa viðgengist á trúarsviðinu. Eða á hinn bóginn heyrt þá halda fram því, sem þeir kalla „eðlilegt ásta- lif“, þ. e. a. s. ótamið frelsi, og yfirhilmingalaust. Kröfurnar um sjálfstæðið eru sízt lægri en um hrein- skilnina, hvort heldur er hjá körlum eða konum. Heims- styrjöldin olli þvi, að konur fengu að fullu jafnan rétt a við karlmenn á flestum sviðum, þá varð svo oft að grípa til þeirra við karlmannastörf og þær reyndust þar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.