Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 21

Kirkjuritið - 01.05.1935, Side 21
Kirkjufitið. Siðaskoðun nútímans. 205 á öllum sviðum. Og hún getur heldur ekki litið á lífið öðru visi en sem dægurtilveru — getur ekki skoðað það frá sjónarmiði eilífðarinnar, og þar af leiðandi ekki sózt eftir eilífum verðmætum. En að hvaða gagni kæmi það manninum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann fyrirgjörði sálu sinni? Trúlaus æska vex eins og hol strá — ávaxtalaus. Sigurður Breiðfjörð kvað reyndar um oss prestana: Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja, skyldi þeim ekki bregða í brá blessuðum, nær þeir deyja. Ég skal ekki neita því, að oss muni koma margt öðru vísi fyrir sjónir annars heims en vér ætluðum. En hvað mun þá um þá, sem ekki vildu trúa á neinn Guð né æðri veröld. Ætli þeim geti ekkert brugðið í brún? Handan við hafið er meginlandið og hinar álfurnar, livort sem barnið trúir þvi eða ekki. Og annar heimur er alveg eins til fyrir því, sem skáld •fiskunnar segja. Veruleikinn breytist ekki, þótt einhverjir vilji ekki við hann kannast. Guðs vegir eru sanna hamingjuleiðin, þótt einhverjir fyrirlíti þá og hafni þeim. Það eru þeir, sem liggja upp á tindana. Gunnar Árnason frá Skútustöðum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.