Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 24
208
Hvað getum við kennarar gert? Kirkjuritið
Hin árlega starfsskýrsla prestanna á fyllilega að nægja
lil þess, að sýna ástandið innan kirkjunnar, að svo miklu
leyti, sem hægt er að sýna slíkt með tölum. Og það er á
þeirri skýrslu, en elcki hinni úreltu messufallaskrá, sem
verður að byggja, ef meta á starfsemi og gagn islenzkr-
ar kirkju með nokkurri sanngirni. Að dæma liana eftir
hinni úreltu og villandi messufallaskýrslu getur ekki orð-
ið annað en. ósanngjarn sleggjudómur.
Sveinn Víkingur.
HVAÐ GETUM VIÐ KENNARAR GERT?
Hvað gelum við kennarar gert? Auðvitað fyrst og
fremst glætt vel þennan neista, sem falinn er í hverri
barnssál, meðvitundina um Guð. Ég held, að fjölmargir
kennarar geri það; því miður ekki allir. Hér kenni ég
mest af kristnum fræðum sjálfur — byrja ög enda. Og
mér fellur það hverju árinu hetur. Þeir tí'mar eru ekki
síður fyrir mig en hörnin. Ég læl þá ætíð hyrja með því,
að við syngjum öll eitt eða tvö falleg vers, síðan kemur
eitt barnið l’ram fyrir hópinn og les „Éaðir vor“ hátt, en
öll standa drúpandi liöfði á meðan. Og þetta gera þau
til skiftis. Síðan er svo sungið á eftir. Þarna er þegar
fenginn sá bezti undirhúningur undir tímann, sem hægt
er. Hugirnir opnir og móttækilegir, og auðvelt að koma
þeim til að vikna. Og sá hátíðablær, sem ríkir yfir surii-
um þessum tímum, þegar sem hezt tekst, er mér einnig
sönn guðsþjónusta. Mér hefir einnig orðið til ánægju,
hve prcsturinn lætur vel yfir að lala við þessi börn á
vorin, er hann býr þau undir fermingu.
(Úr bréti frá skólastjóra).