Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 32
216 Erlendar bækur. Kirkjuritið. Tilgangur þessarar greinar er sá, aS vekja athyglí á nokkr- um enskuin bókum og ritum, sem lýsa ýmsum þáttum í starti hreyfingarinnar, ef það mætti verða til þess að vekja áhuga einhverra á því, að kynna sér hana nánar, og þann boðskap, sem hún flytur, og fylgjast með starfinu. „Life changcrs“ (2.6 sh.) eftir H. Begbie er eitt af fyrstu rit- um hreyfingarinnar, sem almenna athygli vakti. Bókin er í 8 köflum og segir þar rækilega frá upphafi hreyfingarinnar, og brautryðjanda hennar, Frank Buchman, frá æfi hans og sinna- skiftum, frá persónu lians og kristilegum áhrifum á ýmsa menn. er urðu á vegi hans, og hvernig þau urðu til þess að gjörbreyta lifi þeirra. (Bókin er til í danskri þýð. Kr. 2.50). „For Sinners only“ (5 sh.) eftir A. .1. Russell. Bók þessi er sennilega sú af bókum hreyfingarinnar, sem mesta athygli hef- ir vakið. Hún kom út 1932 og var þá meðal þeirra bóka, sem mest voru lesnar á Englandi og hefir siðan komið út í fjöl- mörgum útgáfum. Höf. er enskur blaðamaður og segir hann frá því, hvernig hann kyntist lireyfingunni og hvernig hún dró hann til sin með ómótstæðilegu afli. Segir hann frá viðkynningu sinni við ýmsa helztu leiðtoga hreyfingarinnar, starfi hennar og álirif- um. Þá segir hann frá ferð Oxfordflokksins til Bandaríkjanna, en í þeirri ferð tók hann sjálfur þátt. Bókin er í 23 köflum og eru margir þeirra framúrskarandi Iærdómsríkir og auk þess skemtilega ritaðir. Engan mun iðra þess að lesa þessa bók. (Fæst i danskri þýð.). Conversion of thc church (2,6 sh.) eftir Sam M. Shoemaker. Höf er prestur við hina merku Calvary-Church í New York. injög þektur prestur, og kunnur úr starfi Oxfordhreyfingarinn- ar frá upphafi. í bókinni segir hann frá reynslu sinni í söfn- uði sínum i stórborginni New York, og bendir á galla safnaðar- lífsins og hvaða áhrif meginreglur Oxfordhreyfingarinnar geta haft á starfsemi kristinna safnaða, til þess að skapa þróttmikið kristilegt starf og kirkjulíf. Bókin er i 6 köflum, og þó að höf. hafi aðallega fyrir augum kristilegt safnaðarlíf stórborganna, þá hafa athuganir hans og bendingar svo almennt gildi, að margt má af þeim læra í kirkjulegu starfi, hvar sem er. Ennfremur má nefna bækurnar: What is the Oxford Group? (2,6 sh.). Twice horn ministers eftir Sam. Shoemaker.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.