Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 33
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 217 Whij I believe in the Oxford Gronp. J. Winslow. Inspired children eftir Oliver Jones (4 sh.). Children of the second birth eftir S. M. Shoemaker (6 sh.). Tlie Guidance of God eftir Elenore Forde (3 d.). Sharing eftir J. D. Thorutoii-Duesbury (2 d.). The Quiet time eftir H. J. Rose (1 d.). Ennfremur má nefna hina merkilegu skýrslu um ársfund hreyfingarinnar í Oxford í júní— júlí s. 1. sumar, The Oxford Group International House Party 1934. Þennan fund sóttu menn frá um 40 þjóðum, til þess að kynnast starfi hreyfingarinnar. Áhril'um þeim, er þeir urðu fyrir á fundinum, er lýst i stuttum ritgerðurn í riti þessu. Þeim, sem kynnu að viija kynna sér starf hreyfingarinnar, eins og það gengur dag frá degi, má benda á mánaðarrit hennar The Groups. Þar birtast margskonar greinar og fréttir af starf- inu. Ennl’remur birtir enska vikublaðið British Weekli;, fréttir af starfi hreyfingarinnar, og annað nierkilegt er það snertir. Bækur þær og rit, sem hér hefir verið getið um, fást hjá bók- sölum eða frá miðstöð hreyfingarinnar „Oxford Group Move- ment“ 51 Gower Street, London W. C. I. Óskar J. Þorláksson. INNLENDAR FRÉTTIR. Hafnarfjarðarkirkja 20 ára. Hafnarfjarðarkirkja varð 20 ára í desember s. 1. Mintist söfn- uðurinn þessara tímamóta í sögu kirkju sinnar með hátíðahöld- ur, er fram fóru fyrsta sunnudag í aðventu, 2. des. Hálíða- höldin hófust með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 5 e. h. Sóknar- presturinn, séra Garðar Þorsteinsson, flutti ræðu og þjónaði fyrir altari. Var kirkjan þéttskipuð. Um kvöldið var samsæli haldið í samkomuhúsi Góðtemplara, og sótti það hálft annað hundrað safnaðarmeðlima. Boðsgestir voru biskup landsins, dr. tlieol. Jón Helgason og frú, séra Bjarni Jónsson prófastur og frú og frú Líney Sigurjónsdóttir, ekkja séra Árna prófasts Björnssonar, er var fyrsti starfandi prestur við lcirkjuna. Voru margar ræður

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.