Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 36
220 Innlendar fréttir. Kirkjuritið. Frumvarp til laga um afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins i Reykjavik og fjölgun sókna og presta i Reykjavilc og öðrum kaupstöðum. 1. gr. Dómkirkjan i Reykjavík skal afhent söfnuSinum til eignar og afnota með þessum skilyröum: Ríkið greiði söfnuð- inum 300 — þrjú hundruð — þúsund krónur til nýrra kirkju- bygginga, er greiðist á 30 árum með 10 þúsund krónum á ári. Ríkiö skal hafa eftir sem áður aðgang að Dómkirkjunni, þegar þörf krefur, gegn gjaldi, er síðar verður um samið. 2. gr. Eftir afhendingu Dómkirkjunnar i hendur safnaðar- ins, skal skifta söfnuðinum í 6 sóknir. Kirkjuráð ákveður tak- mörk sóknanna eftir tillögum sóknarnefndar núverandi safnaðar. 3. gr. Kirkjubyggingar í hinum nýju sóknum annast og kost- ar söfnuður hverrar sóknar, þó þannig, að hver sókn fær auk kirkjugjalds frá ársbyrjun þess árs, er sóknarskifting er löglega ákveðin, hlutfalslegan part af fé því, er ríkið leggur árlega til kirkjubygginga samkvæmt 1. gr. Ákveður Iíirkjuráð hvernig skifta skuli. 4. gr. Sóknir þær, er nefndar eru í 2. gr., skulu vera 4 prestaköll, og skulu vera í þeim svo margir prestar, að því svari, að 1 prestur sé fyrir hverja 5000 sóknarmanna. En ef fólkinu fjölgar, skal prestum fjölga í hlutfalli við fólksfjölda, þannig, að á hvern prest komi sem næst fimm þúsund manns. 5. gr. Reykjavikurbær skal leggja ókeypis lóð undir fyrir- hugaðar kirkjur í hinum nýju sóknum, einnig undir prestsset- urshús. Skulu staðirnir valdir með samþykki Kirkjuráðs. 6. gr. Heimilt skal mönnum eftir skiftingu Reykjavíkur- prestakalls i 6 sóknir að taka prestsþjónustu hjá öðrum presti en sóknarpresti sinum innan takmarka hins núverandi presta- kalls, án þess að fara þurfi eftir lögum nr. 9, 2. maí 1882, um leysing sóknarbands. 7. gr. Ákvæði 4. gr. i lögum þessum um, að á einn sóknar- prest skuli ekki koma fleiri en 5000 manns, skal einnig gilda um aðra kaupstaði landsins, og skal fjölga þar prestum eftir þessum reglum. 8. gr. Ákvæði 2.—6. gr. koma til framkvæmda við næstu prestaskifti i Reykjavíkurprestakalli, eða þegar núverandi prest- ar Dómkirkjusafnaðarins samþykkja breytinguna. 9. gr. Lög þessi öðlast gildi ....

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.