Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
ERLENDAR FRÉTTIR.
Itússneska kirkjan.
Margai' úfagrar og hryililegar sögur hafa á uiuianförnum
árum borist af ofsóknum í Hússlandi á hendur kirkju og kenni-
lýð. Vmsar af þeim sögum kunna að visu að vera nokkuð orð-
um auknar, en þvi verður þó ekki neitað, að klerkar og kirkja
hafa þar orðið fyrir svo harðvítugum og ósanngjörnum árás-
um af hálfu Sovjetstjórnarinnar, að ekki getur drengilegt talist.
Að visu er trúarbragðafrelsi viðurltent í liússlandi að nafii-
inu til, en heldur ekki meira. Allar kirlcjueignir hefir rikið söls-
að undir sig, rfið til grunna mörg kirkjulnis, en breytt öðrum
í samkomusaii, kvikmyndahús, bílskúra o. s. frv. Þœr kirkjur,
sem söfnuðirnir enn fá að hafa til afnota eru skattlagðar hterra
miklu en önnur hús, til þess að gera söfnuðunum sem erfiðasl
fyrir.
Klerkar eru með lögum frá 8. april 192!) sviftir rétti lil bú-
setu á þeim eignum, sem ríkið á, og vilji einhver skjóta skjóls-
húsi yfir þá, verður að greiða fyrir það sérslakt gjald eða skatt.
Matvæli og aðrar nausynjar verða rússnesku prestarnir að
kaupa við þrefall hærra verði en aðrir þegnar ríkisins. Krist-
indómsfræðsla barna er bönnuð í öllum skólum. lín i heima-
húsum má að vísu fræða börn um Irúleg efni, en þó inega
ekki vera þar saman komin fleiri en 3 börn í senn.
Um börn presta gilda sérstök ákvæði. Þau eru útilokuð frá
hinum almennu barnaskólum, og vinnumiðlunarskrifstofum
ríkisins er bannað að veita þeim nokkra atvinnu.
í tilskipun frá 15. mai 1932 er meðal annars þelta lekið frain:
Bönnuð útgáfa atlra bóka, blaða eða tímarita, er fjalli um and-
leg mál. Ákveðið, að á árunum 1934 35 skuli öllum klerkum
vísað úr landi, ef þeir ekki hala lagt niður störf sín meðal
safnaðanna. Á árunum 1935 -36 skulu sérstakri nefnd fengin í
hendur öll umráð yfir kirkjum, samkunduhúsum og bænahús-
um, og skal nefndin annast um, að þessum byggingum verði
breytl i kvikmyndahús, fundasali eða annað ])essháttar. „Eftir
1. maí 1937“, segir að lokum í tilskipun þessari, „skal ekkert
guðshús framar til vera í Sovjetríkinu, og er þarmeð Guð út-
lægur gjör úr Rússlandi“.