Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 9

Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 9
KirkjuritiíS. „LEYFIÐ BÖRNUNUM AÐ KOMA TIL MÍN“. PRÉDIKUN í AKUREYRARKIRKJU Á 1. SD. E. ÞRETT. 1935. Eftir séra Friðrik J. Rafnar. (<uðspjall: Lúkas 2, 4Í—52. Texti: Mark. 10, 13—16. Guðspjall og texti þessa dags leiða huga okkar strax að ákveðnu efni. Guðspjallið segir frá Jesú 12 ára, þegar hann vekur hræðslu móður sinnar og undrun lærifeðranna 1 í musterinu fyrir hvarf silt og tilsvör, og síðar með setn- ingunni, sem er ein liin alkunnasta af öllu því, sem Jesús hefir sagt: „Vissuð ])ið ekki, að mér I)er að vera i því, sem míns föður er?“ Og textinn er hin alkunna saga um það, þegar Jesús blessar ungbörnin, þar sem liann segir: „Leyf- ið börnunum að koma til min og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið“. Hvorttveggja leiðir þetta að sama efninu, börnunum og uppeldismálunum. Jesús 12 ára sýnir okkur, hvernig börnin eiga að vera. Þegar liann l)lessar ungbörnin, sýnir liann, hvernig umhyggja full- orðna fólksins á að vera gagnvart börnunum, hvert á að kappkosta að leiða þau með áhrifum uppeldisins. Öllum leiðtogum í andlegum málum og brautryðjend- um nýrra hugsjóna, á livaða sviði sem er, hefir jafnan verið það ljóst, að mikilsverðast og giftusamlegast alls l'yrir málefni þeirra væri að snúa æskunni til liðs við sig, ef til áhrifa ætti að ná. Það er enginn nýr sannleikur, sem Þorsteinn Erlingsson fann, þegar hann kvað: Ef æsk- an vill rétta þér örfandi hönd, þá ert þú á framtíðarvegi. En fram á okkar daga, sem nú lifum, má þó telja, að öll sú starfsemi, sem kallast hefir mátt æskulýðsstarfsemi, 22

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.