Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 29

Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 29
KirkjuritiS. AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS. Opinber trú- málafundur. „ * i •' i Fundurinn hófst sunnudaginn 8. sept. nieð u sþjonus a. gugsþj5nustu j Akureyrarkirkju kl. 10 árdegis. Séra Þorsteinn Briem prófastur prédikaði og lagði iil af Mark. 9, 14—24, en sóknarpresturinn séra Friðrik J. Rafnar hafði altaiisþjónustu og tók prestana til altaris. Sama dag, kl. 4—7 síðdegis, var umræðufund- ur i fundarsal kristniboðsfélags kvenna, Zion, og var húsið þéttskipað áheyrendum. Uinræðu- efnið var: Starfshættir kirkjunnar ú komandi árum og starfsmenn. Flutti Sigurður P. Sívertsen prófessor framsöguerindi um málið, en í umræðunum tóku þátt 3 leikmenn og 5 prestar. Það sem frum- mælandi lagði áherzlu á um starfshætti kirkjunnar ú komandi úrum var þetta: Andlegu einangruninni i söfnuðiinum og sam- takaleysinu þarf að útrýma, en i stað þess verða að koma uukin félagssamtök um kristindómsmálin. Öld vor hefir verið nefnd ökl félagsskapar og samvinnu. Það er nýjasta starfsað- ferðin til framgangs hverju máli sem er. Hví skyldi kirkjan ekki hagnýta sér slíka starfshætti á sem víðtækastan hátt? Hversvegna ekki notfæra sér mátt samtaka og félagsskapar til margbreyttari og öflugri kirkjulegrar starfsemi? En þá þarf að stefna að þvi að innan hvers safnaðar i landinu myndist ein- hver félagssamtök um kristindóms- og kirkjumál, eða einhver félagsskapur, sem fyrir er, taki þetta að sér. — Verkefnin væru nóg, þar sem hver söfnuður hefði sín sérstöku vandamál, til góðra áhrifa á einstaklinga og heimili og safnaðarheildina. En svo væru einnig vandamál, er vörðuðu alla þjóðina, og mikils væri um vert, að ekki væru látin afskiftalaus af kristnilýð landsins, svo sem vaxandi sundrung og hatur manna á meðal útaf opinberum málum, lausung í lifnaðarháttum og virðingar- leysi margra fyrir því, sem öðrum er heilagt. Ennfremur væri atvinnuleysið, ekki sízl atvinnuleysi æskulýðsins i kaupstöð- um landsins, ægilegt vandræðamál, sem taka þyrfti til alvar- legrar athugunar, og hæri kirkjunni að stuðla að því, að alt

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.