Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 40

Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 40
Fréttir. KirkjurititS; 368 Biskupinn dr. Jón Helgason er fulltrúi íslenzku kirkjunnar á þriðja lúterska heiinsþinginu í París 13.—20. þ. in. Verðnr það nieð líku formi og siSasta þingiS í Kaupniannahöfn fyrir (i árum, er 7 andlegrar stéttar menn frá íslandi sátu. Vœntir Kirkjuritið þess að geta fliitt fregnir af þing- inn, er biskupinn kenmr aftur. Séra Jakob Jónsson t'rá Nesi í Norðfirði hefir verið ráðinn prestur safnaða Hins sameinaða kirkjufélags í Saskatchewan og situr í Wynyard. Söfnuðir þessir hafa ekki hafl neina fasta prestsþjónustu um hríð, og verður þeim eflaust mikill styrkur að starfi séra Jakobs. Kristilegt sjómannastarl' á Siglufirði. Norska sjómannatrúboðið iiefir í sumar haldið uppi kristilegu sjómannastarfi á Siglufirði yfir síldveiðitímann, júlí—ágúsl, eins og undanfarin ár, og er starfsemi liessi nú orðin 20 ára gömul. Sjómannaheimili trúboðsins, „Fiskerhjemmet“, er allstór bygg- ing á góðum stað i bænum, og er þar samkomusalur, lesstofa og veitingastofa fyrir gestina, auk þess er í húsinu sjúkrastofa og önnur herbergi fyrir starfsfólk. 20 ára starfsafmælis sjómanna- heimilisins var minst þar með hátíðasamkomu 11. ágúst s. 1. Undanfarin ár hefir Jóhannes Signrðsson starfað á Siglu- firði yfir síldveiðitimann og einnig í sumar og haft sam- vinnu við norska sjómannatrúboðið. Hefir hann og forstjóri norska sjómannaheimilisins hr. Clasen haldið þar samkomur daglega, og sameiginlegar guðsþjónustur i Siglufjarðarkirkju á sunnudögum. Sjómannastarf þetta hefir átt vinsældum að fagna meðal sjó- manna, bæði erlendra og innlendra og sömuleiðis bæjarbúa á Siglufirði. Hin bezta samvinna hefir verið milli hins norska og íslenzka sjómannastarfs, og virðist fara mjög vel á því, að um slíkt sam- starf sé að ræða. Engum blandast hugur um þörfiua á kristilegu starfi meðal sjómanna, og sjómannaheimilum í hinum stærri verstöðvum landsins. Er það eitt af framtíðarverkefnum kirkju vorrar að styrkja þá starfsemi. Ó. J. Þ. Kaþólska kirkjan hér á landi reisir að fullu tvö sjúkrahús á þessu ári, í Reykjavík og Stykkis- hólmi, bæði hin vönduðustu. Séra Jón Þorvarðsson í Vík hefir verið settur prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.