Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 24
Kirkjuritið. FERÐ UM DALAPRÓFASTSDÆMI. Á almenna kirkjufundinum í vor var það falið undirbúnings- nefnd næsta fundar, að beita sér fyrir því, að prestar og leik- menn ferðuðust um landið til þess að vekja og glæða í söfnuð- unum samstarf að kristindómsmáluni. Fór séra Halldór Kol- beins þegar af fundinum norður í Húnavatnsprófastsdæmi, en hætti fljótl við ferðalagið i samráði við prófast Húnvetninga sökum veikinda í héraðinu. Nolckuru síðar, 20.—30. júlí ferð- uðumst við Ólafur B. Björnsson kirkjuráðsmaður um Dála- prófastsdæmi eftir tilmæium héraðsprófasts séra Asgeirs Ás- geirssonar í Hvammi. Við konium að Kvennabrekku á laugardagskvöld 20. Var þar guðsþjónusta um hádegi á sunnudag. Sóknarpresturihn, séra Ólafur ölafsson, var fyrir altari, ég flutti prédikun og Ólafur Björnsson erindi á undan útgöngusálmi. Á eftir messu talaði séra Ólafur nokkur orð lil kirkjufólksins og okkar. Guðþjón- ustan liafði verið boðuð i Stóra-Vatnshorns, Snóksdals og Kvennabrekkusóknum. En færra fólk kom en ella m-ýndi fýrir það, að þerrir var um morguninn og mikil taða úti eflir lang- varandi óþurka. Þó kom allmargt til kirkju. Fundur vár sið- an haldinn með sóknarnefndarmönnum, safnaðarfulltrúum og Hallgrímsnefndarmönnum og fleirum og töluðum við um það, sem heillavænlegast myndi til eflingar kristnilífi og kirkjnlífi í sóknun- um.'Því miður gátum við ekki slaðið lengi við eftir messu, þar sehi önnur guðsþjónusla var boðuð í Hjarðarholti kl. 5. Þangað kom mun fleira fólk en að Kvennabrekku, og var þetta fjölmeniiasta guðsþjónustan í ferðinni. Hjarðarholtskirkja mun vera ein af feg- urstu sveitakirkjunum á landinu og ágætlega við haldið. Margt var þar af ungu fólki og söngur mjög góður. Guðsþjónustunni var hagað ins og á Kvennabrekku. í lok hennar mælti Guðbrandur Jónsson bóndi á Spákelsstöðum nokkurum orðum. Hafði hann verið fulltrúi Hjarðarholtssóknar á kirkjufundinum i vor, og var auðfundið á þessum fáu látlausu orðum, sem hann sagði, hve djúpan skilning hann hafði á markmiði fundarins og haúð- syn þess, að hann yrði upphaf að náinni samvinnu með prest- um og leikmönnum um land alt og að þróttmeira kristnilífi með

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.