Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 26

Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 26
354 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuriti'ð. setur. Skólast. Sigurborg Kristjánsdóttir bafði verið fulltrúi á kirkjufundinum, og kyntist ég þar áliuga hennar á kristin- dómsmáluni. Gjörir hún alt. sem í hennar valdi stendur, lil þess að auka kirkjusókn að Staðarfelli og vill, að liúsmœðraskól- inn sé fyrst og fremst kristinn skóli. Framúrskarandi myndar- bragur var á öllu utan húss og innan. Enda heyrðum við nem- endur minnast með mikilli aðdáun á skóla sinn. Eftir messu á miðvikudag var lengi i-ætt um félagssamtök, og má mikils af þeim vænta, þvi að bæði kvenfélag og ungmennafélag í sókninni eru mjög samhent. Mun væntanlega ekki líða á löngu, að bæði ofn og orgel komi í Staðarfellskirkju, og margskonar lieill eflast á staðnum. Aðfaranótt fimtudags gistum við i Dagverðarnesi hjá Pétri hreppstjóra Jónssyni. Leizt mér hann svo, sem því máli væri bet- ur borgið en áður, er hann léði fylgi sitt, og vel tók hann erindi okkar. Ný timburkirkja er í Dagverðarnesi, smíðuð af innansókn- armönnum og þeim til sóma. Margt fólk kom, meðal annars úr eyjum, kaus heldur að nota góða veðrið til kirkjuferðar en að þurka hey. Þar sá ég mér til mikillar gleði fyrverandi safnaðar- fólk mitt úr Stykkishólmssókn. Ekkert ungmennafélag er enn i sókninni, en rætt var um nauðsyn á stofnun þess, auk inargs annars, á fundinum eftir messu. Leiðin fyrir Klofning yfir á Skarðsströnd er mjög fögur, enda vissi ég áður, að Breiðafjörður er allra fjarða á íslandi fegurstur og tilkomumestur. Séra Ásgeir nefndi okkur bæi, en þegar við sáum Skarð, þurftum við ekki að spyrja. Það var eins og öll þessi tign fríðra lilíða og fjarðar væri umgerð um Skarð, og hrifningin óx enn meir, er við hleyptum lieim Skógargöturnar. Það var ekki ofmælt að nefna Skarð „bólanna mesta höfuðstól“. Og hver sögu- myndin af annari leið fyrir hugarsjónir. „Sá er einn staður í hvamminum", hafði Geirmundur mælt heljarskinn, „að ávalt er ég líl þangað, þá skrámir það Ijós fyrir augu mér, at mér verður eigi að skapi; og það Ijós er ávalt yfir reynilundi þeim, er þar er vaxinn einn samt undir brekkunni“. „En í þeim sama stað stendur nú kirkja að Skarði“, segir í Sturlungu. Nú liafði það ljós lýst í 9 aldir. Og ég fann, að þá fyrst er kristnin yrði allri þjóð- inni leiðarljós, myndi lienni í engu hrapa lieill. Kirkjan á Skarði er fornleg að innan, því að bekkir eru gamlir, prédikunarstóll og fleiri nnmir. Elzt er og prýðilegust altaristafla útskorin, gjöf frá Ólöfu ríku. „Bríkin á Skarði en bezta má bala um tugina alda“. Við guðsþjónustu i kirkjunni á föstudag tók ég sérstaklega eftir því, live söngurinn var þróttmikill, og fjörmeiri en títt er hér á landi. Bogi Magnússen. sonur „kammeráðsins", er enn á lifi, hálf-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.