Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 36
Gegn samsteypum prestakálla. Kirkjuritið. 361 að bæta á þeim vonbrigðum og óánægju, er þessum mistökuni fylgja. I>að er að vísu rétt, að vegabætur eru stórfeldar hin síð- ari ár. En norðlenzka vetrartíðin gerir sin strik i reikninginn eins fyrir þvi. Og langræðið myndi gera það ókleift, að prests- þjónusta yrði viðunandi, sí og æ ó vetrum. Þess er vænst, að löggjafar líti á það, hversu mikiir erfiðleikar því híytu að fylgja íyrir þennan söfnuð, ef tillaga launamálanefndar um niðurlagn- ing prestakallsins yrði samþykt“. Söfnuður Hólssóknar í Bolungarvík samþykti í einu hljóði þessa tillögu: „Þar eð augljóst er, að tillögur milliþinganefndar Alþingis í launamálum um fækkun presta myndu verða til stórtjóns fyrir alt trúar- og kristnilíf í landinu, enda sparnaður við það hverfandi, ef nokkur yrði — lýsir aðalsafnaðarfundur Hóls- prestakalls sig eindregið mótfallinn slíkri ráðstöfun, og krefsl þess, að þing og stjórn sjái sóma sinn i að búa betur að þeim málum en verið hefir, meðan ríkið lætur sig þau mál nokkru skifta“. í greinargerð frá sóknarnefnd Hvammssóknar í Laxárdal stendur meðal annars: „Undantekningarlaust vilja allir hafa prest sinn búsettan i sveitinni. Hinu eldra fólki finst það engan prest eiga lengur, þó einhver maður sé sá iiini á Sauðárkrók, sem hægt er að kaupa til að gjöra embættisverk í nauðsyn, hann verður okkur tæplega annað en lítt þektur utansveitarmaður, hve prúður sem hann annars kann að vera. Þess má og í ]>essu sambandi geta, að landslagsaðstæður á þessu svæði eru þannig, að hing- að út í sóknina frá Sauðárkrók verður að fara yfir Laxárdals- heiði, sem er mjög snjóþung á vetrum og oft illfær nema á skíð- um, svo trúlegt er, að kaupstaðarprestur verði sjaldséður gestur hér ytra á þeim tima árs. Það er því ótvíræð og einhuga ósk safnaðarins, að eiga prest búsettan i sveitinni, og telur hann, að þar myndi margt gott af leiða“. Eftir kirkjufundinn, seinna í sumar, hafa stjórn Prestafélags- ins borist margar slíkar samþyktir, og eru þær enn að koma. Af þeim má sjerstaklega nefna samþykt og samtök safnaðar- fóksins í Dýrafjarðarþingum. En Dýrafjarðarþing eiga að leggj- ast niður sem sérstakt prestakall samkvæmt lögunum frá 1907. Segir svo i bréfi fró safnaðarfulltrúum allra sóknanna: „Siðan lagaákvæðin frá 1907, um það, að allur Dýrafjörður verði eitt prestakall og Sæbólssókn falli undir Holt í Önundar- firði, gengu í gildi, hefir hér i sóknunum rikt almenn óánægja yfir þeirri væntanlegu breytingu, en hinsvegar verið fagnað

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.