Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 14
342 F. J.R.:„Leyfið börn. afi konia til mín“. Kirkjuritifí. verði haldgóð, þegár það sér að það fólkið, sem það ann bezt og virðir mest, sjálfir foreldrarnir, virðast litlix eða eiigu skeyta því, sein fram er að fara, og skoðar ferm- ingix og kvöldmáltíð aðeins sem skvldii eða vaiia, sem þó verði að framfylgja til þess að Imeyksla ckki? Hvernig sem ástatt er mn foreldra i trúarefnum eða að stjórnmálaskoðunum, nnin það vera innilegasta ósk Jieirra allra, að börnin þeirra verði góðir menn og heið- arlegir. Það er víst sameiginleg ósk allra foreldra, að börn- in þeirra verði betra fólk og meira en þeir sjálfir. En það gæta ekki allir foreldrar að því, að það er að meslu leyti lagt i hendur þeirra að móta sálir barna þeirra. Og það verður bezt gert með því xxð fylgjast með þeim. Sál óspilts barns er opin fyrir öllu, sem fagurt er og' göf- ugt. En þau þurfa að sjá og finna álniga foreldranna sjálfra og samúð þeirra með þvi, sem verið er að inn- ræta þeim. Þau þurfa að finna ábuga foreldranna fyrir skólanámi þeirra. Þau þurfa að finna lotningu og til- beiðslu í hugum foreldra, ef þau sjálf eiga að læra að virða og elska kirkju og kristindóm. Þau þurfa að finna hlýju og umliyggju og heilbrigða gleði á beimilunum, svo gatan taki þau ekki til sín. Jesús segir: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið“. Og María og Jósef fóru sjálf með Jesúrn til musterisins. Þau fylgdust með honum ungum, og fullorðinn áminnir liann um að leiða börnin til sín. Sú áminning er enn í gildi. Framtíðin hvílir á barnanna herðum. Hvernig bún verður, er komið undir þvi, hverju fullorðna fólkið sáir i sálir þeirra ungra. Amen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.