Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 31
Kirkjuritið. Aðalfundur Preslafélags Islands. 359 Skýrsla for- manns og- fé- hirðis. Formaður Prestafélagsins gal' skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Lýsti hann afskiftum fé- lagsstjórnarinnar af prestakallaskipunarmál- inu, af hinum almenna kirkjufundi og af út- gáfu „Kirkjuritsins". Taldi liann þessi mál aðalviðfangsefni og vandamál félagsins á hinu liðna ári. Þá mintist hann einnig á þátttöku í mannúðarmálum og varðandi félagsmál, ennfremur á fulltrúastörf fyrir prestastétt landsins. Að lokum gat hann um störf deilda félagsins, og svo um ýms önnur mál, er félagið varða. Að lokinni skýrslu formanns gaf gjaldkeri, séra Helgi Hjálm- arsson past. emeritus, skýrslu um hag félagsins. Átti félagið i sjóði um síðustu áramót kr. 520.91, en er nú komið i miklar skuldir, bæði vegna hins stórkostlega halla, er varð á útgáfu „Kirkjublaðs“, og vegna ]jess að ýmsir félagar og viðskifta- menn hafa ekki staðið nógu vel í skilum. Starfshættir kirkjunnar á komandi ár- um og starfs- menn. Þetta aðalmál fundarins, er verið hafði um- ræðuefni opinbera trúmálafundarins, var aftur rætt á mánudaginn, og voru kosnir í nefnd til þess að koma fram með tillögur: Séra Friðrik A. Friðrikssön, séra Gunnar Árnason, séra Þor- steinn Briem, séra Stefán Kristinsson og séra Hermann Hjartarson. Báru nefndarmenn fram tillögur síðasta dag fundarins og voru þær allar samþyktar í einu hljóði: 1. Fundurinn lýsir yfir því, að hann er algjörlega mótfallinn frumvarpi launamálanefndar um skipun prestakalla og felst á tillögur hins almenna kirkjufundar og synodusar 1935. 2. Fundurinn litur svo á, að komið geti lil mála að fela prest- um aukin frœðslustörf, einkum unglingafræðslu í smærri kaup- lúnum og litlum sveitaprestaköllum. 3. Fundurinn telur ])ess brýna nauðsyn, að prestum sé fjöla- «ö i Reykjavikurprestakalli, og lýsir yfir fylgi sínu við frum- '’arp það, er nefnd kosin af „Kirkjuráði" hefir látið semja um l^að efni. 4. Fundurinn telur mjög æskilegt, að meiri samvinna takisl með prestum og kennurum en verið hefir, og heitir jafnframt á prestana, að styrkja samlök sín um að flytja erindi um andleg mál í alþýðuskólum og öðrum slíkum stofnunum, i samráði við lorstöðumenn þeirra. 5. Fundurinn vill eindregið mæla með því, að prestar bind- ist samtökum um það að messa til skiftis hver hjá öðrum. 6. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því starfi, sem þegar er hafið, að tilhlutun hins ahnenna kirkjufundar, í þá átt að treysta

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.