Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 34

Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 34
362 Aðalfundur Prestafélags íslands. Kirkjuritið. Viðtökur. Margir fundarnianna nutu mikillar gestrisni á heimili sóknarprestsins á Aluireyri og sókn- arpresta í nágrenninu. Var fundarhléð miðdegis síðasta fundar- daginn notað til þess að sjá sig um í nærsveitunum. Skiftu fund- armenn sér i tvo hópa, fór annar flokkurinn lil að Möðru- völlum í Hörgárdal, en hinn inn í Eyjafjörð að Ytri-Tjörnum. Voru ferðir jiessar hinar ánægjulegustu, enda gestum fagnað á- gætlega og sólin skrýddi sveitirnar, eins og alla fundardagana. Samsæti var siðast, að kvöldi þriðjudagsins. S. P. S. DEILDARFUNDIR PRESTAFÉLAGSINS. ,,Guðbra)idsdeildin“ hélt fund að Undirfelli í Vatnsdal 18. ágúst síðastliðinn. Hófst fundurinn með guðsþjónustu, og pré- dikaði séra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki, en séra Lárus Arnórsson í Miklabæ var fyrir altari. Kirkjan var fullskipuð fólk'i. Þrjú erindi voru haldin á fundinum. Einar H. Kvaran rithöf- undur talaði um sálarrannSóknirnar, séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum um kirkjuna og þjóðmálin, séra Guðbrandur Björnsson i Viðvík um samstarf presta og safnaða. Dálitlar um- ræður urðu um tvö síðari erindin. Stjórn deildarinnar var endurkosin. Sóknarnefnd Undirfellssóknar veitti deildarmönnum og fylgd- arliði þeirra af hinni prýðilegustu rausn. Prestafélag Vestfjarða hélt sinn aðalfund á ísafirði dagana 3. —5. sept., en ,,Hal.lgrimsdeild“ fund á Akranesi hina sömu daga. Fundargjörðirnar birtast í næsta hefti, gátu þvi miður ekki komist að i þessu vegna rúmleysis.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.