Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 27

Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 27
Kirkjiiritið. Ferð um Dalaprófastsdæmi. 355 níræður; og lauk þannig ógæluni fundi á Skarði að hann lék nokkur lög á fiðln og söng og við öli með lionuni. Eru Skarðs- verjar raddmenn góðir og söngurinn sterkur þáttur i heimilislifi þeirra. Næstu nótt gistum við í bezta yfirlæti í Tjaldanesi. Er skamt þaðan að Kirkjuhóli, þar sem kirkja þeirra Saurbæinga stendur nú. har var fjölsóttust guðsþjónusta á virkum degi í ferð okkar, og fundur á eftir i kirkjunni. Síðustu árin hefir enginn prestur verið í sveitinni, og myndi það mjög vekja og glæða samstarf að kristindómsmáluin, ef þangað kæmi góður prestur, og honuni verða vel fagnað. Má vænta þess, að þá verði jafnskjótt hafið handa og hús reist á prestssetrinu, Hvoli. Sveitin er falleg, þétt- býl og grasi vafin. Frá kirkjunni fórum við að Ólafsdal. Hafði mig lengi langað til að sjá þann stað og varð ekki fyrir von- brigðum. Jörð og hús bera vitni um æfistarf afreksmanns. Ekkja Torfa, Guðlaug Zakaríasdóttir, dvelur þar hjá syni sínum og tengdadóttur, er hún nú komin á tíræðisaldur. Oft höfðum við fengið gott veður í ferðinni, en einna mest var veðurblíðan þetta laugardagskvöld, er við riðum frá Ólafsdal inn fyrir Gilsfjörð og að Garpsdal. Nú sáust bezt Barðastrandarfjöll, og þegar við horfð- um á Vaðalfjöllin, hugsuðum við til þjóðskáldsins, er fæddist í Skógum fyrir 100 árum. Álftaskarar syntu hægt á firðinum. Lengi vorum við búnir að sjá Garpsdal, áður en við komum þangað, og dáðst að því, hversu þar væri svipfrítl og staðarlegt. Reyndisl staðurinn okkur í engu miður. í siðasta hefti Kirkjuritsins er lýsing á Garpsdalskirkju. Er það þrekvirki af 100 manna söfnuði að koma sjer upp slíku guðshúsi og glögt dæmi þess og fyrirmynd, live miklu öflug félagssamtök fá til vegar komið. Forustumenn hafa verið ógætir, eins og Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri og hreppstjóri í Króksfjarðarnesi, Júlí- us Björnsson bóndi i Garpsdal og fleiri, en engir hafa legið á liði sínu. Sjötíu manns kom til kirkju sunnudaginn 28. júlí, og mun- um við lengi minnast samverustundarinnar í Garpsdalskirkju. A fundinum á eftir þótti mér það helzt skorta, að geta ekki verið lengur með því ágæta fólki, sem þar var saman komið, og má mikið læra af reynslu þess. Bíll var kominn lil að sækja okkur að Laugum í Sælingsdal eftir beiðni Sambands Ungmennafélag- anna í Dalasýslu. Skyldum við tala þar á samkomu um kvöldið. Við náðum því vel og höfðum marga áheyrendur, einkum hinna yngri manna. Tvent þótti mér sérstaklega prýða þetta héraðs- mót. Ágætur söngur og góð og röggsamleg stjórn, svo að ekki sá vín ó neinum. Vel færi á því, að mót Ungmennafélaga byrjuðu jafnan með guðsþjónustu, og væri það vissulega i anda laga þeirra. 23*

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.