Kirkjuritið - 01.04.1937, Page 16
Holger Mosbech:
Kirkjuritiö.
134
vera bézta gríska, sem til væri, því að auðvilað hefði
lleilagur andi getað talað og ritað málið alveg rétt. Og
menn töldu það víst — svo að annað dæmi sé nefnt,
að sköpunarsagan í Biblíunni væri vísindalega rétt og'
nákvæm frásögn um það, hvernig heimurinn hefði orðið
lil fyrir um 6000 árum (sbr. almanök alt fram á sið-
ustu ár).
En frá ofanverðri 18. öld og til vorra daga hefir Biblíu-
rannsóknum fleygt mjög fram. Ilefir þá komið i ljós, að
ýmsar náttúrufræðilegar og sögulegar skýringar í Biblí-
unni geta ekki verið réttar, þar sem þær brjóta í bág
við vísindalega sannaðar staðreyndir, mótsagnir koma
þar fram og ósambljóðan, og sumstaðar er ekki unt að
að finna merkingu í einstaka málsgreinum. Ekkert slíkt
gat verið frá Guði, það hlaut að stafa frá mömnmum,
sem skrifað höfðu. Allir fræðimenn munu nú vera sam-
rnála um það, að Heilagur andi sé ekki beinlínis höfund-
ur að hverri setningu eða hverju orði í Biblíunni. M. ö. o.
gáinla bókstafsinnblásturskenningin er fallin. í hennar
stað er komin kenningin um persónuinnblástur, þ. e. a. s.
andi Guðs hefir veitt þeim mönnum, er rituðu Biblíuna,
sérstaka leiðsögu, styrk og trúarreynslu, svo að það, sem
þeir skrifuðu, hefir orðið oss huggun og leiðarljós. Slik
skoðun á innblæstrinum gelur að mínum dómi fyllilega
samrýmst nútímaskoðuninni á Biblíunni — svo framar-
lega sem menn draga af henni réltar ályktanir. Af per-
sónuinnblæstrinum ieiðir sem sé það, að mannsins, sem
skrifaði, gætir einnig, en ekki Guðs eins. Yandamálið
mikla verður þá að greiða úr því, hvað sé beinlínis frá
Guði í Biblíunni og livað frá mannlegum og ófullkomn-
um rithöfundum. En við því verður ekki gefið svar í eitl
skifti fyrir öll. Menn eru að vísu vanir því að segja, að
það, er varðar trú og siðgæði, skuli telja innblásið og
óskeikult, en hitt, er lúti að náttúruvísindum, sögu og'
öðrum vísindagreinum, frá mönnum komið og háð
mannlegum ófullkomleikum og aldarhælti. En jafnvel