Kirkjuritið - 01.04.1937, Page 38
156
Erlendar fréttir.
Kirkjuritið.
fordhreyfingarinnar, meðan um 18 þúsundir biðu fyrir utan án
þess að komast inn. Tíu mínútum áður en þingið var sett, var ég
staddur í litlu blaðamannaherbergi i Albert Hall. Frank Buchman
var þar líka, og var að tala við mjög gamlan Hjálpræðishersliðs-
foringja, sem sagði við hann: — „Guð blessi þig, ungi maður! Þú
ert bezta von Evrópu!“ —
Ég mun aldrei gleyma bæninni, sem Buchman bað fyrir
þingi sínu og starfi, með hárri og næstum gjallandi rödd, meðan
öll göng voru alskipuð fulltrúum frá þrjátiu og einni þjóð, sem
nokkurum mínútum seinna skyldu flytja vitnisburði sina um
nýtt líf fram fyrir óþreyjufullum áheyrendum. Þýzkur heim-
spekingur fékk einu sinni að sjá Napóleon og sagði frá því, að
honum hefði fundist hann sjá alheimsandann á hestbaki. Ég
fékk að sjá nokkuð annað og meira — mann fullan af heilögum
anda Guðs.
Soffíukirkjan í Konstantínópel.
Þes'si kirkja var bygð á dögum Justiníans keisara, og enginn
hlutur til liennar sparaður. Var hornsteinninn lagður 532, en
kirkjan vígð á jólum 538. Vfirsmiðirnir voru frændur tveir, An-
themius og Isidorus, og er talið, að um 10 þúsund manns hafi
lagt hönd að kirkjusmíðinni. Marmari, rauðgrýti og alabastur
og önnur dýrmæt byggingarefni voru dregin að víða um róm-
verska ríkið, og er jafnvel talið, að fengnar hafi verið súlur úr
heiðnum liofum, m. a. úr Díönuhofinu í Efesus. Þrjátíu og sex
smálestir af gulli fóru í það að gylla hvolfþök, hvelfingar og
boga og ýmsar helgar tiglamyndir og dýrlinga í veggjum og öltur-
um. Er sagt, að sjálfum keisaranum hafi fundist svo mikið til um
þessa veglegu byggingu sina, að hann liafi hrópað, er henni var
lokið: „Nú hefi ég yfirstigið þig, Salómon".
Tuttugu árum síðar hrundi meginhvelfingin í miklum jarð-
skjálfta. Var hún endurreist og svo ramlega, að síðan hefir
hún hvergi haggast, á hverju sem hefir gengið. Þegar Tyrkir
unnu Miklagarð 1453, létu þeir kirkjuna standa óbreytta að
öðru leyti en því, að þeir gerðu úr henni tyrkneskt bænahús,
settu á hana hálfmánann í stað krossins, fjóra bænaturna (min-
arettur) og eyðilögðu eða huldu mest af hinum kristnu tigla-
myndum.
Nú hefir Mustapha Kemal, forseti tyrkneska lýðveldisins,
ákveðið, að þessu fornfræga húsi skuli vera breytt í listasafn
og öllum þjóðum opnaður aðgangur að ]jví. Jafnframt hefir
hann falið amerískum manni, safnhússtjóra þar eystra, að nafni
Thomas Whittemore, að láta vinna að því, að afhjúpa hinar
fornu dýrlingamyndir og endurskapa kirkjuna til síns upp-