Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 2

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 2
Stutt leiðMning fyrir þá sem Yilja spyrja spil. Hjarta ás boðar heita ást, hreinskilni. Hjarta tveir gifting, farsælt hjónaband. Hjarta þrír boðar; að sveinbarn mun fæðast innan eins árs, (og vonir rætast.) Hjartafjórir að tvfburar munu fæðast. Hjarta fímm sá sem dregur þetta spil á óvin sjer nátengdann sem reynir að vinna tjón. Hjarta sex, þetta spil boðar gleði og hamingju. Hjarta sjö boðar góðar frjettir, sendibrjef. Hjartaátta, sá sem spyr mun bráðlega fara á skemtun með mörgu fólki, og hafa ánægju af því. Hjarta nía boðar ríkulega gjöf. Hjarta tía er eitt hið besta spil af þessari sort, hún boðar bæði mikla auðlegð og góðagift- ingu og margt fleira gott. Hjarta gosi boðar ungann og fríðann biðil ef stúlkan er ógift annars peninga innan 2 nátta. Hjarta drotning. Heit og einlæg ást frá fríðri stúlku. Hjartakóngur. Háttstandandi maður er þjer velviljaður, eg mun bæta kjör þín. Ef ógift siúlka dregur þetta spil boðar það að hún mun giftast háttstandandi embættismanni. Tigul ás boðar ánægju og farsæld og um- hyggjusemi nánustu ættingja.

x

Jólakötturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.