Hlín. - 15.12.1903, Page 2

Hlín. - 15.12.1903, Page 2
2 Hlín. Nr. 1. 2. b. en þó með sem réttustum skilningi og næmustum til- finningum fyrir hinni verulegu þýðingu þeirra, fyrir vort andlega og líkamlega líf. — Gerurn oss því allir gleði- leg jól. __________ Eg þakka ykðr, kaupendur Hlínar, fyrir það, sem af er, og vil mega treysta yður fyrir framtíðinni. Þér afsakið vona eg, hvað útkoma Hlínar hefir dregizt nú tvö síðustu skiftin; það stafar af venju fremur miklu annríki útgefanda við óhjákvæmileg störf. Eg er fullráðinn í að halda Hlín áfram þrátt fyrir nokkura tilfinnanlega örðugleika, í því trausti, að þér allir gerið það, sem í yðar valdi stendur til þess að efla útbreiðslu hennar og skilvísa borgun. Til þess að afstýra þeim örðugleikum, að svo miklu leyti sem unt er, sem til þessa hafa verið tiifinnanlegastir, sem er kaupendafæð og sein skil víða hvar — og hefi eg þó sent út yfir 1000 eint. af Hlín þessi 2 fyrstu árin, en sumt af því óselt enn, og mest óborgað — þá hef eg nú hreytt dálítið til með útgáfu fyrirkomulagið til hægðar- auka og til þess aðallega að geta tryggt ritinu margfalt meiri útbreiðslu en það hefir enn þá; vona eg, að þér takið þeirri breytingu vel og vinsamlega, enda er hún jafnframt yður til hagsmuna. Stefna Hlínar verður framvegis hin sama og hingað til, sem só sú, að reyna til að glæða framkvæmdalíf landsmanna og áhuga þeirra fyrir því að bæta kjör síu á heiðarlegan hátt, með þeim meðulum, sem við eiga og fyrír hendi eru. En til þeirrar stefnu tel eg fleira en það eitt, sem beiniínis hijóðar um verkleg málefni, ef það að eins er þess eðlis, að það miði til þess að gera fólkið farsælt. Eg bið menn að athuga þetta og gera elclci ofstrangar kröfur til þess að Hlín ræði ekkert

x

Hlín.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.