Hlín. - 15.12.1903, Side 17
Nr. 1 2. b.
Hlín.
13
vera til alstaðar hér á landí, þar sem garðyrkja er
nokkuð stunduð. Það borgar sig vel.
Með tilheyrandi áhöldum kostar hann 28 krónur hér í
Rvík. HVER SEM SENDIR MÉR PÖNTUN að einum eða
fleirum af þessurn garðplógum fprir 1. febrúar n. k.,
ásamt 10 kr. upp í hvern einn og afganginn að fullu
fyrir eða við afhending hór, fær hann frítt fiuttan á
tiltekna höfn með fyrstu skipaferðum n. k. vor. — Mildll
afsláttur, ef 6 eða fleiri eru pantaðir í einu fyrir tiltek-.
inn tíma. Allar pantanir að þessum plógum sendist
eftir þessari áritun: S. B. Jónssoil, Reykjavík.
Garðplógar þessir hafa verið reyndir hér af 3 mik-
ilsvirtum jaröyrkjumönnum, þeim hr. Einari Helgasyni,
garðyrkjufræðing í Rvík, hr. Jóni Jónatanssyni, búfr. og
bústjóra á Kjalarnesi. og hr. Vilhjálmi Bjarnarsyni, óðals-
bónda á Rauðará við Rvílc, og hafa reynzt mjög vel.
Hinir tveir síðarnefndu gefa þeim svohljóðandi vitnisburð.
Oarðplóga þá, sem hr. S. B. Jónsson í Rvík hefir til
sölu, hefi eg reynt, og eru þeir að mínu áliti eitthvert
bezta og handhægasta verkfæri sem hægt er að fá af því
tægi. Þar sem garðar eru npkkrir til muna og raðsán-
iug viðhöfð, eru þeir ómissandi. Þeir spara vinnu og
vinna verk sitt vel. pt. Reykjavík, 18. apríl 1903.
Jón Jónatansson.
Garðplógur sá, sem eg hefi eignast frá hr. S. B.
Jónssyni í Rvík, hefir reynzt mér í alla staði ágætlega
vel, og gef eg honum mín allra beztu meðmæli. Hann
sparar og léttir alla vinnu við garðrækt (sérstaklega. við
jarðeplarækt) stórkostlega mikið; — við sáninguna og
hreinsun íllgresis — auk þess sem hann plægir ogherfar.
Eg er sannfærður um, að notkun hans er mikilsverð vörn
gegn hinni skaðlegu jarðeplasýki, sem hór gengur, með
því að hann, jafnframt og hann hreinsar illgresið, einnig
hreykir moldinni svo vel upp að plöntunum, og ver þær
fyrir „bakteríunui", sem þá fellur fremur framhjáþeim
niður í rásirnar beggja megin. En það, að hreykja moldinni
þarmig, hefir eftirminni reynzlu auk þess stórmikil áhrif á
vöxt jarðeplanna. Rauðará við Rvik, 10. ág. 1903.
Vilhjálmur Bjarnarson.
a