Hlín. - 15.12.1903, Síða 18
14
Hlin.
Nr. 1. 2. b.
á Fróni. — Annars heflr íslendingum heima eigi farizt
ver í þessu atriði, en löndum hér. Bændur hér í Dak-
ota eyða og brenna skógunum á löndum sínum dags
daglega, og þegar ekki gengur nógu fljótt að eyða þeim
með óskynsamlegu skógarhöggi eða með því að beita
té i skógunum, þá eru nú margir bændur farnir til að
sprengja upp skógana með dynamiti, þá gengur enn
fljótar að lóga þeim. Og aldrei verður neinum íslenzka
bóndanum hér á að planta tré í stað þeirra, sem lógað
er; með þessu áframhaldi mun iíka bændum, að minsta
kosti í Dakotabygðinni, takast að gjöreyða öllum skógi
á löndum sínum á fáum árum. — Kornakrarnir, sem
oft er talað um í fornsögunum, að hafl vaxið heima,
sjást nú hvergi; menn hafa reyndar á vorri öld
gert heima tiiraunir með kornyrkju á ýmsum stöðurn
á landinu; kornið hefir að vísu sprottið nokkurn veginn,
en samt hafa menn strax hætt við kornyrkjuna, og hafa
sagt, að of mikið yrði að hafa fyrir henni, og af því
að hún eigi þegar í stað svaraði kostnaði, hætt við til-
raunirnar að rækta korn, og huggaði sig með því, að
korn gæti á íslandi aidrei vaxið að neinum mun og
eigi orðið fullþroska nema í einstaka ári og veðurlag
væri of kalt. Svona heflr nú áframhaldið verið, og er
eigi von þá, að vel fari. Þar sem korn óx á dögum
Guðmundar biskups, gæti það vaxið enn; veðurlag hef-
ir eigi versnað svo heima á íslandi síðan á 15 öld að
sagan af honum var færð í letur, og eigi er veðuriagi
þá lýst þar betur en nú er, en hitt er það, að fornmenn
lögðu að mun meira á sig til þess að rækta korn og
eins við skógrækt; og töldu eigi eftir sér að leggja í
kostnað, þó þeir sæju eigi þegar peninga í aðra hönd,
eins og landar nú sýnast gera alment heima á íslandi!