Hlín. - 15.12.1903, Síða 38

Hlín. - 15.12.1903, Síða 38
24 Hlín. Nr. 1. 2. b. verður honum enn hættara við að spilla heilsu sinni. Það er því jafnan hættuspil fyrir hvern einasta mann að vinna baki brotnu í hitum. Efnabreytingin, sem fer fram í líkama barnsins er iangtum meiri og fljótari en fullorðins manns. Ef norðurlandabúi því rífur sig upp með öllu hyski sínu og flytur sig búferinm, þangað sem xniklir sumar- hitar og vetrarkuldar ganga; þá er auðsætt, að hann jafnan stofnar lífi barna sinna í hættu, þau þrífast eigi og veiklast og oftsinnis deyja þau, áður en þau komast úr bai'næsku. — Mér sem iæknir hefir oft komið til hugar, hvort vesöidin og veikindin, sem eru svo almenn meðal íslendinga hór og miklum mun meiri en nokkru sinni í kuldanum og úrkomum heima á Fróni, eigi ein- att rót sína að rekja til hins mikla xmsmunar, sem er hér í landi, þar sem íslenskar nýlendur eru, á kulda og hita. Mér sýnist þetta eðlilegt. Þetta er atriði, sem menn heima ættu alvarlega að hugsa urn áður þeir fara að taka síg af landi burt, og þann veg sjálfsagt oft stofna heilsu sjálfra sín og hyski síns í hættu. Eg hefi. því ávalt talið það samvizku sök að eggja nokkurn mann heima á að koma hingað, ef hann annars hefir getað komizt af á íslandi; og haldið, að mönnum væri betra að ala aldur sinn heima fyrir, jafnvel þó að eg hafi séð hina miklu yfirburði, sem Yesturheimur að öllu saman töldu hefir fram yfir vort hjartkæra land í norðurátt. Því er eigi heldur hægt að neita, að íslandi munar dagsdaglega áfram, og það þarf að halda á öllum vinnukröftum barna sinna, ef það á að eiga betri fram- tíð í vændum, og ekki að blása upp; því er eigí rótt af neinum okkar, sem dveljum hór í Vesturheimi, að eggja menn heima, að koma hingað, ef eigi er hægt að bjóða þeim viðunanleg kjör og að mun betri en þeir

x

Hlín.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.