Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 8
Janúar.
Áfram með Guði,
Áramótahugleiðing.
Áramót eru viðburður, sem ávallt gerist liægt og
liljótt. Konungur tímanria liefir ekki liátl mn sig. Vér
menniriiir förum öðruvísi að, oft og tíðum. Vér leggjum
lil hávaðann og glauminn á gamlárskvöld. En gamla ár-
ið hverfur og nýja árið kveður dyra hægt og hljóðlega.
Þannig hvarf árið 1944, merkisárið mikla, sem getur
aldrei gleymzt, meðan íslenzk hjörtu slá, og nokkur
tunga talar og skilur íslenzkt orð. Og árið 1945 rann
upp úr skauti miðnæturinnar jafn liægl og hljótt, með
allar sínar ráðgátur og öll sín fyrirheit.
Víða í gamla testamentinu, einkum þó í Davíðssálm-
um, íhuga trúmenn hinnar útvöldu þjóðar liðna ævi
hennar og merkisviðburði fyrri tíma, og finna við þá í-
hugun tilel’ni til að lofa og vegsama Guð af öllu hjarla
fyrir miskunn hans, trúfesti og handleiðslu, sem varir
frá kyni til kyns.
íhugun ársins 1944 gefur íslenzku þjóðinni tilefni lil
slíkrar lofgjörðar. Svo mildir hafa verið atburðir þess,
svo augljós hin guðlega handleiðsla.
Vér ættum að kunna að veita hverjum degi og hverju
æviári viðtöku með bljúgri þökk lil föður lífsins, sem
gaf oss þá gjöf. A. m. k. ættum vér að kunna það, sem
lifað höfum nógu lehgi til þess -að sjá, hve skammt get-
ur verið milli lífs og dauða í hverfleikans heimi. Eitt ár
er tiltölulega stór hluti mannsævinnar. Hví skyldum
vér þá ekki við hver áramót þakka Drottni, hve góður
hann er að hafa unnt oss að halda lífi allt hið liðna ár,
og leyft oss að ganga að störfum vorum og stutt oss og
J