Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 10

Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 10
4 Árni Sigurðsson: Janúar. ara styrjaldarára hér á Islandi er sagan um Guðs eilífu gæzku og miskunn, allt til þess er hann leyfði oss að lifa 17. júní í sumar, liinn ógleymanlega dag á Þingvelli, feg- urstu og stærstu stundina, sem þjóð vor liefir lifað, end- urheimt þjóðlegs sjálfstæðis og algers fullveldis. Hver getur sem skyldi kunngjört allan lofstir Drottins, veg- sarnað hann svo sem vert og skyldugt væri fyrir alla þessa náðarríku handleiðslu, allar þessar dásemdir, sem hann liefir látið vorri litlu þjóð i té. Eitt íslenzkt skáld liefir talað orð, sem samhoðin eru þessum minningum, þessari þakkarskuld við góðan Guð. Það var Matthías Jochumsson, er umhugsunin um sögu þjóðar hans lagði honum þessi innblásnu orð á tungu: „Beyg kné þín, fólk vors föðurlands, þinn fjötur Drottinn leysti. Krjúp fram i dag á fótskör hans, sem fallið kyn vort reisli. Þá háskinn stóð sem liæst, var hjálp og miskunn næst. Oss þjáðu þúsund hönd, en þá kom Drottins liönd og.lét oss lífi halda“. Þesjs vegna segjum vér nú, er vér minnumst sögu þjóð- ar vorrar á árinu liðna: „Þakkið Drottni, því hann er góðuiyþvi að miskunn hans varir að eilífu“. Já, vér höfum kvatt mikið og merlcilegt áx-, og nú hefir þú, lesandi minn, ásamt mér rennt hugaraugum i svip yfir þess óvenjulegu atburði og miklu minningar. Og vel veit ég, að vér eigum öll vorar persónulcgu, sérstöku minningar, úr einkalífi voru og lieimilislífi, frá starfi voru og viðskiptum við samferðamennina, hjartar og fagrar minningar, en einnig alvöruþrungn>ar og daprar minningar. Ef lil vill hafa þessar minningamyndir árs- ins liðna svifið fyrir hugskotssjónir þér um síðustu ára- mót, ásamt öðrum minningum frá liðinni ævi þinni. „Og hvers er að minnast og livað er það þá, sem helzt skal i

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.