Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 15
Kirkjuritið.
Kirkjan og framtíðin.
9
heimilum, skólum né kirkju. Hverjum bæri að eiga um
það við sjálfan sig, á hvern hann tryði og hvernig hann
lifði.
Ekki er hægt að neita því, að aðhlástur slíkur sem
þessi hafi haft áhrif á lítt þroskað fólk, sem ekki var
þess megnugt að taka sjálfstæðar afstöður til mála,
enda var séð um, að á sama tíma væri það lnieppt i
spennistakk nýrra kennisetninga eða trúarbragða, þar
sem manndýrkun kom í stað guðsdýrkunar
Fylgd fjöldans átti kirkjan ekki að fagna, meðan norn-
ir bvltinga og blóðs gólu hæst galdur sinn. Eins og æðri
tónlist verður stundum.að víkja fyrir háværum tónum
jazz, eins var meir hlustað á skrum stjórnmálaleiðtoga
um skeið en óminn frá akri ódáins.
En nú hrátt munu augu mannkynsins taka að opnast
fyrir því, liversu voldug þau eru áhrifin, sem hnitmið-
aður áróður getur haft á líf og örlög þjóða. Það eru
hræringar hugans, lífsstefnan, sem heinlínis kalfar yfir
nienn tortimingu eða tryggir mönnum frið og öryggi.
Hjörtu mannanna eru einskonar furðuleg Gróttakvörn,
sem getur malað heift, her og óáran, eða þá gull, frið
og sælu.
Vér íslendingar ættum að vera langminnugir þess, hve
afdrifaríkar hugar og lífsstefnur geta orðið um óra fjöld
ára. Eru ekki aldirnar nærfelt sjö, síðan forfeður vorir
glötuðu fullu sjálfstæði? Og voru það ekki fyrst og fremst
lífssjónarmið höfðingja þessa tíma og valdabarátta, sem
smíðuðu járnfjötrana? Hún varð löng og harmslungin
saga áþjánarinnar, sem beið þjóðarinnar, og aldrei má
hún gleymast.
í hinu fræga leikriti Hamlet eftir Shakespeare segir
vofan, sem birtist á sjónarsviðinu, á þessa leið: „Eg em
andi dæmdur um hríð að hvarfla laus um nætur, en
fasta um daga, bundinn heljarháli, unz hinar svörtu
syndir, er ég drýgði í lífi mínu, hrunnar eru út“. Slík
var ganga þjóðarinnar undanfarnar aldir. En smátt og