Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 18
12
Páll Þorleifsson:
Janúar.
um, og smíða plóga úr sverðunum. Þeir munu aftur á
ný verða færir um að reisa merki lýðræðisins, þvo það
hreint af blettum gamalla yfirsjóna, endurnýja liug-
sjónir þess, sem eiga að rætast fyrst og fremst í boðskapi
sjálfs Krists um ódauðlegt gildi hverrar mannssálar. Á-
lierzla mun á það lögð i kömandi framtíð, að hverjum
verði tryggt nauðsynlegt lífsviðurværi. Ilefir slíkt verið
svartur blettur á menningu þjóðanna, að hungurvofan
skuli ekki með öllu útræk úr mannlegu lífi, á sama tíma
sem gnægð matvæla hefir verið til. Réttur manna til
sjúkravistar sé og tryggður, styrkir í elli og við örkuml.
Brunnur menningarinnar sé öllum opinn jafnt, fátækum
sem ríkum. Áherzla sé lögð á það að lyfta hverjum þegni
eins hátt til andlegs þroska og þróunar sem unnt er.
Rækt sé lögð við þroskun vitsnnma, en þó um fram allt
við mótun skapgerðar og fágun hjartans. Þær þjóðir,
sem tundri varpa hver yfir annars' híbýli, skortir eklci
vitsmuni, þekkingu né stálhörku i framtaki og vilja.
Það er annars, sem vant er. Hjörtu þeirra eru köld,
mildina, mannúðina, kærleikann skortir. Mannkvnið
skortir nú, fremur en allt annað, að komast í innilegt
trúarsamfélag við Guð, uppsprettu kærleikans og frið-
arins. Að striðinu loknu niun gerð ákveðin og mark-
viss tilraun til þess að koma á slíku sambandi. Lausn
þess mikla vandamáls mun ein geta •til fulls tryggt
varanlegan, hamingjusamlegan frið einstaklinga og
þjóða í millum.
Vér íslendingar munum reyna eftir megni að fylgjast
með öllu því, sem bezt stefnir i lifi og menningu annarra
þjóða að stríði loknu og reyna að taka þátt í þeirri ný-
sköpun, sem fram mun fara í viðreisnarátt.
í spádómsbók Sakaría standa rituð þessi orð: „Sjá, ég
hefi burtnumið misgjörð þína frá þér og læt færa þig i
skrúðklæði“. Slík stór og liátíðleg tímamót hafa nú
runnið loks upp í lifi þjóðar vorrar. Óheilindi, valda-
græðgi, taumlaus eigingirni forystumanna færðu þjóð-