Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 19
Kirkjuritið.
Kirlcjan og framtíðin.
13
ina í nær sjö alda tötur áþjánar. En nú loks liefir hún
náð >að kasta þeim flíkum og hefir færzt í skrúðklæði
hins frjálsa lífs. En — á þessum liátiðlegu dögum er sem
hrjótast vilji fram minning um forna, latneska ljóðlinu,
sem varpar ofurlitlum skugga inn í hugann. Hún er
þannig: „Þeir, sem sigla yfir höfin, skipta um himin,
en ekki um liuga“. Og í kjölfarið kemur hún áleitin qg
uggvænleg þessi spurning: Eru þær hinar svörtu syndir
þjóðarinnar raunverulega brunnar upp? Myndu menn
enn neita því að slá af kröfum flokks síns til þess svo
að týna þar með heiðri lands og þjóðar? Myndu menn
enn vilja kasta á milli sín fjöreg'gi þjóðarinnar i von um
persónulegan ábata? Nei, slíkt mun ekki lienda framar.
Svo sterk og voldug munu þau reyriast áhrifin frá þess-
um vor-tímamótum, að liver sá maður, sem liefja vildi
sundrung, mun dæmdur i yztu myrkur áhrifaleysis.
Þungi ábyrgðarinnar yfir fengnu sjálfslæði mun leggjast
á herðar livers og eins og knýja liann til aukinna átaka,
lil heilla fyrir land og þjóð.
Hinum blásnauðu forfeðrum vorum, bundnum hlekkj-
um einokunar og áþjánar, tókst þrátt fyrir allt að rísa
til þess menningarlífs, sem aðdáun og undrun liefir síð-
an vakið. Það frelsi, sem fengizt liefir nú til fulls, er
laugað tárum þeirra, vígl baráttu þeirra og margföldu
stríði. Ættum vér ekki að vera fær um að varðveita þann
arf? Er liann kannske ekki nógu dýru verði keyptur?
Og þjóð með fullar liendur fjár og langþráð frelsi ætti
að vera þess megnug, eigi síður en fyrri kynslóðir, að
lifa liér heilbrigðu menningarlífi.
Einhver snarasti þátturinn í menningarlífi þjóðar-
innar hefir frá öndverðu verið spunninn af kristnum
toga. Kirkjan var miðstöð mennta og brjóstvörn alls
þess, sem bezt horfði í lífi þjóðarinnar, skjól og athvarf
á tímum sorgar og neyðar og jafnvel einnig framlierji
í verldegum umbótum. Klerkar og kennilýður voru jafn-
framt bændur i sveit og þá um leið bundnir örlögum