Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 28
22
G. J.: Bréfakaflar frá Broddanesi.
Janúar.
flutti mig í anda, úr steinhúsinu og i gamla moldarbæiun
minn, og hlustaði þar á lestur með foreldrum mínum
og fleirum, eins og í gamla daga. Þar var ekki gleymt að
þakka fyrir vernd og i)lessun. Það er eins og þyki nóg
að minnast missiraskiptanna á fyrsta vetrardag, en það
er ekki rétt, Guð er aldrei of oft dýrkaður eða tilbeðinn.
Hver stund og tími er í lians hendi, og' okkur mönnun-
um miðlar liann af þessum stundum og tíma eftir eigin
vild. Og aldrei erum við sælli en þegar við lifum í sam-
félagi við hann. Mig' langar til að segja yður frá einu.
Ég veit, að þér takið ekki til þess.
Stundum, áður á árum, hafði ég' mikið að gjöra, þegar
ég tók á móti heyi og annaðist um þurk, með öðrum
verkum, þá datt mér i hug, þegar ég þurfti að rifja
stóra flekki, að nú skyldi ég reyna að húa til ræðu, á
meðan ég væri að rifja, þá myndi verkið verða léttara.
Ég valdi mér guðspjöllin, oftast þessi tvö: „Hinn misk-
unnsami Samverji“ og „Tíu líkþráir“. Það guðspjall
fannst mér svo vel til fallið að sumrinu, jiá eru of fáir,
sem snúa aftur til að gefa Guði dýrðina. Svo niðursokk-
in var ég, að ég vissi ekki af fyr en flekkurinn var bú-
inn, og ég fann ekki til þreytu, samstarf sálar og líkama
er ágætt, þar er hæg't að bera byrðarnar í sameiningu.
Ég vona, að þér fvrirgefið þessar línur, þessa mola,
sem ég týni saman, meðan ég sé til að skrifa, en nú er
sjóninni óðum að hraka, og' nóttin dettur á, svo að ekki
sjást strikin á pappírnum. Jæja, ég' er komin á áttunda
tuginn og lofa Guð fyrir liðna birtudaga.
* Þegar ég gekk síðast frá ávinnslunni i
vor, bað eg Guð að blessa strain, ems
og ég er vön. Sú bæn er heyrð, engú stráinu hefir liann
gleymt. I haust, þegar lokið er heyskapnum, geng ég að
hlöðunum og bið um blessun Guðs yfir heyfenginn, jiað
gjöri ég á hverju hausti, -að enduðum slætti.
Guðbjörg Jónsdóttiv.