Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 43

Kirkjuritið - 01.01.1945, Side 43
KirkjuritiS. Hjalti i Fjarðarhorni. 37 Með líkum hug signum vi'ð nú leiði Hjalta, sem þekktum hann. Við efum það ekki, að hann var einn þeirra, sem sæluboðura frelsarans nær til: Sælir eru liiartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. 4. G. Vörðubrot. Það er merkilegt og mjög gleðilegt, að leikmaður hefir nú •'áðizt í að rita um jafn erfitt efni og fyrv. alþingism. Jónas Kuðmundsson liefir tekið sér fyrir hendur að ráða og útlista ' bók, sem nýlega er út komin og hann nefnir „Vörðubrot". Ég geri ráð fyrir, að þeir séu ekki margir innan prestastétt- arinnar, sem hefðu árætt og leitast við að leysa gátur spádóma Gamla testmentisins, og því siður spádóma Opinberunarbókar Jóhannesar, og sízt leyst þau huldu mál betur en höf. hefir gjört. Pyrst sýnir hann fram á, hvernig spádómar þeir, sem pýra- mídafræðingar telja skráða i „mikla píramídanum“, hafa rætzt fiegnum tímana, en þó einkum frá 1914 til þessa dags. Þvi næst skýrir hann frá þeim spádómum, sem enn eru ekki komnir fram, en munu ske á þessu og næstu árum. Verður þvi mjög fróðlegt að sjá, live vel þessum fræðimönnum hefir tekizt að ráða þessar gátur, þvi að þótt pýramídinn bendi til þess, að ein- llv<?r dagur muni verða þýðingarmikill i sögu veraldarinnar, l}á sýnir hann aldrei, á hvern liátt það muni verða; en þesslr skýru merkisdagar eru: 4. marz 1945, 17. mai 1948, 11. nóv. '948 0g 20. ág. 1953. Allur meginhluti bókarinnar er þó hugleiðingar um og skýr- 'ngar á spádómum Biblíunnar og einkum Opinberunarbókar- 'nnar. Höf. fer liér nýjar leiðir og mjög íliugunarverðar, því að ó- neitanlega virðist hann færa fram skýra og glögga lausn gátunn- ar niiklu um endalokatiðir þessa timabils, sem nú er. Ég held, að það væri mjög hyggilegt fyr.ir alla, sem vilja kynna sér betur spádómana, og þá einkum spádómana um hið síðasta tímabil, það sem nú er, sem 1G.—18. kapítular Opin- berunarbókarinnar sérstaklega eiga við, að lesa þessa bók og hugleiða þær skýringar, sem þar eru fluttar, en skoðun höf. er sú, að mál spádóma Opinberunarbókarinnar sé eingöngu Ékingarmál, sem ómögulegt sé að leysa, með fullri vissu, fyr en "fikjutrén fara að skjóta frjóöngum“, fyr en rás viðburðanna bendir lil þess, hvað verða muni. Og í ljósi þess, sem nútíðin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.