Kirkjuritið - 01.01.1945, Page 44
Fréttir.
Janúar.
38
bendir fram til, reynir höf. að skýra gátur þær, sem Opinber-
unarbók Jóhannesar flytur.
„Ég hef sagt yður þa'ð fyrirfram, til þéss að þér trúið, þegar
það kemur fram“, sagði Jesús við lærisveina sína, og sennilegt
er það líka, að tilgangurinn með opinberuninni miklu, sem
Jóhannesi var birt, sé sá að fá oss mennina til þess að trúa.
þegar allt þetta kemur fram og vér skiljum alla leyndardóm-
ana.
Það er sannarlega ánægjulegt, þegar leikmenn taka sér þann-
ig fyrir hendur að rannsaka þessa huldu dóma og liafa áræði
lil þess að birta þessar hugleiðingar sínar fyrir alþjóð, en þó
einkum þegar svo skýr og góð rök eru færð fyrir þeim, eins og
höf. hefir gjört. Ég, fyrir mitt leyti, verð að játa það, að ée
liefi hvergi séð aðgengilegri skýringu á Opinberunarbókinni en
er í þessari bók, því að enda þótt ég áður væri mjög hrifinn af
skýringum Madsens biskups, kennara míns, um þessi efni, og
þar væri margt skarpviturlega mælt, þá held ég þó, að hér sé
stigið stórt stig lengra fram og' i enri réttari átt til lausnar þess-
ara huldu mála.
Þessi fáu orð rita ég til þess að vekja athygli embættisbræðra
minna á þessari nýútkomnu bók, því að ég held, að liún muni
leysa margar gátur fyrir þá, svo að þeir eigi hægra með hér eftir
að flytja söfnuðum sinum þann boðskap, sem hulinn er i hjúpi
likingarmála spádómanna, svo að dýrð Guðs-sonarins Ijómi oss
öllum í nýrri og fegurri mynd, fögnuður vor verði enn fyllri
við elsku og vizku hans, er gáturnar leysast, lotning vor verði
sönn og heilög fyrir honum, sem ræður rás viðburða heims
og lífs.
Guðmundur Einarsson.
Fréttir.
Frumvarp til laga um kirkjubyggingar.
Forseti sameinaðs Alþingis, Gisli Sveinsson sýslumaður, hefir
lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um kirkjubyggingar. Er það
frumvarp í samræmi við erindi lians bæði í útvarp og á almenn-
um kirkjufundum um það, að ríkissjóður styrki söfnuði landsins
lil kirkjubygginga. Gjört er ráð fyrir, að ríkið greiði % hluta
kostnaðar við að reisa og endurbyggja kirkjuhús þjóðkirkjunn-
ar, en hlutaðeigandi söfnuðir greiði annan stofnkostnað. Þetta