Kirkjuritið - 01.01.1945, Síða 46
40
Barnamessur á Bíldudal.
Janúar
ánægjulegt fyrir Kirkjuritið að fá fréttir af þessu starfi og þeirri
gróandi, sem fyigir.
Einn af yngstu prestunum, séra Jón ísfeld á Bíldudal, er hinn
mesti áhugamaður á þessu sviði. Hefir liann verið barnakennari
áður en liann varð prestur og kann ágæt tök á hörnum. Hann
er maður vinsæll mjög, og ekki sízt af börnum. Hefir hann hafið
prestsstarf sitt við mikinn orðstír, og þá einkum æskulýðsstarfið.
í bréfi til ritstj. Kirkjuritsins skrifar hann svo meðal annars:
„Eg hefi reynt eftir megni að hafa áhrif á börnin, einkum
með barnaguðsþjónustum. Það eru dásamlegar stundir, sem ég
þar hefi átt, og ógleymanlegar. Eg sendi þér hér með mynd frá
siðustu barnaguðsþjónustu þátttakendunum hér á Bíldudal. Fá-
ein börn eru ekki með á myndinni. Ég vildi, að sálir þessara
Jitlu viria minna mættu sífelt haldast sem fegurstar og saklaus-
astar. Eg elska þessar ósnortnu, saklausu sálir“.
Kirkjuritið óskar blessunar Guðs yfir allt þetta starf kristni-
lífi barnanna til jjroska.
77/ kaupencla Kirkjuritsins.
Um leið og Kirkjuritið h.&fur göngu sina 11. árið, þakkar
það öllum kaiipenclnm sínum og stuffningsmönnum, er það
hefir eignazt liðinn áratug. Þeim er það að þakka, að ritið
hefir getað haldið stefnu sinni svo sem ætlað var i upphafi
Sumir þeirra hafa sent þvi gjafir og margir látiö í Ijós þá
skoðun, að eðlilegt væri, að árgjaldið fgrir það hœkkaði.
Að þessu verður nú liorfið frá byrjun þ. á. Er árgjaldið hækk-
að i 15 krónur, og e.r það þrátt fgrir þessa hækkun eitthvert
ódýrasta tímarit á landinu. Jafnframt ve-rður ritið aukið að
arkafjölda frá því, er var siðastl. ár, og lögð áherzla á það,
að ritið komi sem reglulegast til I&senda sinna.
Óskar Kirkjuritið öllum lesendum. sinum árs og friffar.
Kirkjuritið kemur út i heftum, 1—2 í senn, alla mánuði ársins
nema ágúst og sept'. Verð innanlands 12 kr. í Vesturheimi 3 doll-
arar. Gjalddagi 1. apríl. Afgreiðsla og innheimtu annast annast
frú Elisabet Jónsdóttir, Hringbraut 144, sími 4775, Reykjavík.