Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 23
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 165 Og þá fyrst, er hún taldi hann hafa hlotið fyrirgefningu hjá Guði, tók hún hann inn í söfnuðinn á ný. Að vísu taldi hún ekki sjálfa sig færa um að fyrirgefa, en leit á sig sem eins konar umboðsmann þeirrar fyrirgefningar, er Guð lætur í té. Ágústínus. En ekki dugir ávallt ein aukafyrirgefning. Mennirnir eru breyskir og syndga sí og æ. Þeir þurfa því aftur og aftur á fyrirgefningu að halda. Það var Ágústínus (354—430), sem kveður upp úr með það, að unnt sé að hljóta fyrirgefningu allra synda, sem drýgðar eru eftir skírn, svo framarlega sem bætt sé fyrir þær á fullnægjandi hátt. Utan kirkjunnar er engin fyrirgefning. En sá, sem ekki trúir á möguleikann fyrir stöðugri fyrirgefning innan kirkjunnar, gerir sig sekan um syndina gegn heilögum anda. Ýmsar nýjar hugmyndir kemur Ágústínus með í sambandi við fyrirgefninguna, svo sem kenn- inguna um hreinsunareldinn, bænir, ölmusur og sálumessur vegna hinna dánu. Er hreinsunareldurinn enginn helvítiseldur, heldur aðeins möguleiki, sem syndurum er gefinn til að full- komna iðrun sína og yfirbót eftir dauðann með frekari þján- ingu en þeim gafst kostur á að þola í þessu skammvinna jarðlífi. Messufórnin. Sú hugmynd, að líkami Jesú og blóð sé í messunni borið fram að nýju sem fórn til að friðþægja fyrir syndir mannanna, á rætur sínar að rekja til Cyprianusar biskups í Karþagóborg, sem dó píslarvættisdauða árið 258 e. Kr. Ágústínus skildi þetta á andlegan hátt, en Gregorius páfi I (590—604) leit á það sem bókstaflega fórn, þar sem kvöldmáltíðarefnin ummyndast í messunni í líkama Krists og blóð, og taldi hann, að þannig endurtækist við hverja altarisgöngu fórn Krists til hjálpræðis lifendum og dánum. Með sama hætti getur kirkjan líka flutt mönnunum fyrirgefninguna aftur og aftur, hversu oft sem þeir syndga. Afleiðingin af þessu varð sú, að smám saman komst sú hugmynd inn, að kirkjan hefði vald til að fyrirgefa syndir, enda þótt hún sjálf teldi sig ekki gera annað en boða nönnum fyrirgefningu frá Guði, þegar þeir hefðu gert hæfi- lega yfirbót. En uppfrá þessu taka þær messur að færast í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.