Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 44
186 KIRKJURITIÐ en þeir fáu, sem eru „uppi við orgelið", keppast við að þegja og láta sér máske leiðast, ef þeir þá leita sér ekki dægrastytt- ingar í því, að setja út á sönginn og söngmennina. Það virðist því verkefni næstu áranna, að fá almenna þátttöku í sálma- söngnum í kirkjum landsins. Kirkjurnar þurfa endilega að eignast eins margar sálmabækur eins og sætin eru mörg í þeim, hverri fyrir sig. Bókunum þarf að útbýta í messubyrjun með tilmælum um öfluga þátttöku í söngnum. Þátttakan myndi þá fara smám saman vaxandi, og naumast myndi þess langt að bíða, að „kirkjan ómaði öll“. Oss Islendingum er yfirleitt gefin góð söngrödd í vöggugjöf. Sannarlega eigum vér að nota hana í kirkjum vorum. Hvílíkur munur er á „syngjandi kirkju“ og „þegjandi kirkju“! Hvílíkur munur á þeirri guðsþjónustu, þar sem svo að segja allir taka þátt í söngnum, eða þeirri, þar sem aðeins fáir syngja, en fjöldinn þegir! — Látum nú senn verða þáttaskil. Förum eftir hinni postullegu áminningu um að „ávarpa hver annan meö sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóöum“. Hjörtun taka þá að slá undir. Þar verður „sungið og leikið fyrir Drottni". Þú ferð ekki erindisleysu í kirkju þína, ef þú tekur þátt í lofsöngnum. Fyrr eða síðar muntu reyna það, sem í sálminum stendur: Þúsundir daga, holdið er haga hyggur bezt sér, geta líkzt eigi Guðs einum degi, glaðir þá vér lyftum í hæðir með heilögum söng hjörtum úr veraldar umsvifa þröng. Komdu í kirkju, hvernig sem þú svarar spurningunni. Taktu þátt í söngnum! — Guð blessi oss kirkjugönguna! * Guðniundur Óli Ólafsson guðfræðikandidat var kosinn 13. marz lögmætri kosningu prestur í Skálholtsprestakalli.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.