Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 24
166 KIRKJURITIÐ vöxt, þar sem sakramentið er aðalatriðið. Guðsþjónusturnar verða ekki framar almennar bænasamkomur safnaðanna, held- ur hafa þær fyrst og fremst þann tilgang, að flytja lifendum eða dánum fyrirgefninguna, sem flýtur af fórnardauða Jesú. Fyrirgefning sú, er kirkjan flutti, varð þvi auðfengnari sem tímar liðu og meir og meir komin undir ytri siðum. Það varð smám saman að venju að kaupa sig undan refsingu þeirri, er prestarnir lögðu á menn, með því að greiða kirkjunni fé. Einnig fengu þeir, er til dæmis tóku þátt í krossferðum gegn vantrúuðum, fulla fyrirgefningu syndanna. Ef menn ekki vildu láta krossast, gátu þeir líka keypt sig undan því með peninga- gjaldi. Lærðir menn réttlættu þessar undanþágur páfanna með því, að þeir væru umboðsmenn samansafnaðra verðleika dýrlinganna og gætu því útbýtt þeim að vild. Árið 1477 aug- lýsti Sixtus páfi IV., að slíkar undanþágur væri einnig hægt að kaupa frá hreinsunareldinum og þannig væri hægt að stytta fyrir sér dvölina þar. Marteinn Lúther. Undir lok miðalda voru menn mjög teknir að finna til þess, að eitthvað væri athugavert við allt þetta. Kom þá fram á sjónarsviðið Marteinn Lúther (1483—1546), mikil trúarhetja. Hann sneri sér fyrst að því, að andmæla hinni veraldlegu með- ferð kirkjunnar á boðun fyrirgefningarinnar, en tók síðan að gagnrýna sjálfa grundvallarkenningu hennar. í munklífi sínu hafði Lúther reynt að öðlast fyrirgefningu syndanna eftir hinum venjulegu guðræknisleiðum kaþólskunn- ar: föstum, vökum og meinlætum. En honum tókst ekki með nokkru móti að finna sálu sinni frið. Hann spurði sjálfan sig skelfingu lostinn, hvort hann mundi ekki vera einn af þeim, er fyrirhugaðir væru til eilífrar fordæmingar. Fyrir áhrif frá Ágústínusi fór hann að lesa bréf Páls af kappi, og varð það þá kenning Páls um réttlætingu af trú einni saman, sem helzt gat rofið fyrir honum myrkrið. í fyrirlestr- um sínum við háskólann í Wittenberg á árunum 1513—1517 gerir hann grein fyrir skoðun sinni á fyrirgefningunni. Þar heldur hann þeirri kenningu fram, að skírnin sé upphaf og inngangur allrar náðar og fyrirgefningar og að sú fyrirgefning, sem menn þarfnast daglega, sé aðeins endurnýjun skírnar-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.