Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 27
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 169 myndir sínar afneitaði kristindómurinn aldrei sjálfu lífinu og taldi tilveruleysi betra, eins og sum indversk trúarbrögð gera. Þessi ófullkomna veröld átti að líða undir lok, til þess að önnur betri gæti risið upp af rústum hennar. Og í þessu nýja ríki gat maðurinn einungis unnið sér þegnrétt með því að lifa fögru og starfsömu lífi hér í heimi. Þannig var trú Jesú trú starfsins og var að því leyti eðlisskyld hinni jákvæðu trú nú- tímans. Mannúðarstefna Stóumanna líktist mjög kærleikskenn- ingu Jesú. Þannig sveigðist lífsskoðun kristninnar smám saman 1 jákvæða átt, án þess að menn veittu því verulega athygli. Guðsríkið hið innra. Trúin á guðsríkið kemur nú aftur til skjalanna í nýrri mynd. Það er ekki framar það guðsríki, sem kemur með býsnum og undrum í skýjum himins, heldur er það guðsríki andans og kærleikans, sem mennirnir koma til að stofna á jörðu. Til forna og fram eftir öllum öldum gerðu menn sér engar hug- myndir um þróun og framfarir og höfðu hvorki nokkra trú eða áhuga fyrir slíkum hlutum. Enda voru engir úrkostir nema bíða aðgerðarlaus, þegar trúarlífið snerist um það guðsríki eitt, sem koma mundi við endalok tímanna. Þannig var allt líf hneppt í fjötra. Þegar menn taka hins vegar að trúa því, að sjálfir eigi þeir að leggja hönd að verki, Guð hjálpi þeim aðeins, sem hjálpar sér sjálfur, þeir eigi að vera Guðs samverkamenn að stofnun ríkisins, þá dugir ekki að halda að sér höndum. Nú er sá skiln- ingur lagður í guðspjöllin, að Jesús sé í heiminn kominn til að kalla fylgjendur sína til að stofna guðsríki svo á jörðu sem á himni. Alveg eins og Lúther kippti skírninni úr tengslum við heimsslitahugmyndir frumkristninnar, sannfærður um að hann hefði hina upprunalegu kenningu, þannig bjuggu nýguðfræð- ingarnir til eigin guðsríkishugmynd, sem ólík var því, sem fyrir Jesú vakti, og héldu á sama hátt, að þeir væru að boða kenn- ingu Jesú. Báðir höfðu sögulega rangt fyrir sér, en trúarlega rétt. Aðeins með því að vera skilið á siðlegan og andlegan hátt fremur en yfirnáttúrlegan, getur trúin á guðsríkið öðlazt að nýju þann mátt og veruleika í huga vorum, sem hún hafði í A'umkristninni. Guðskristnin verður að gera sér þetta ljóst,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.